Lítill rafmagns hugmyndabíll frá Citroën var örugglega „ljóti andarunginn“ á sýningunni í Genf 2019

Lítill rafdrifinn hugmyndabíll frá franska framleiðandanum Citroën sló eiginlega í gegn að mati margra á bílasýningunni í Genf á dögunum, og var að mati sumra fullsæmdur af því að vera kallaður „ljóti andarunginn“. Þessi smábíll sem þeir nefna „AMI One“er tveggja sæta og nær 45 kílómetra hámarkshraða á klukkustund og drægnin á rafhlöðunum er 100 kílómetrar í hverri ökuferð áður en rafhlöðurnar tæmast.

Aðalatriðið er að AMI One er að með þessum bíl er möguleiki á því að koma fram með frelsi að akabíl til fyrir þá sem gætu ekki haft aðgang að slíku. Þetta gerist á tvo vegu. Í fyrsta lagi, ökuhraði bílsins (hámarkið) gerir það kleift að keyra í sumum löndum án ökuskírteinis. Og í öðru lagi, það ætti að vera - að minnsta kosti – fræðilega miklu ódýrara.

Skemmtileg stærð og lögmætar takmarkanir gætu gert það að verkum að mörgum mundi kannski ekki lítast á hugmyndina varðandi eitthvað eins og AMI One, en í Kína hefur verið sýnt fram á að það sé markaður fyrir bíla eins og þennan. Sérfræðingar í bílaiðnaði áætla að um 1,75 milljónir af þessum svokölluðu „ör-rafbílum“ hafi verið seldir í Kína árið 2017, sem er tvöfaldur fjöldi venjulegra rafmagnsbíla. (Og þessi hluti markaðarins virðist einnig vaxa hraðar líka.)

Heimurinn hefur séð innstreymi nýrra, mjög hæfileika ríkra rafbíla á undanförnum árum frá Tesla,Jaguar, Audi, Mercedes-Benz, Chevrolet, Hyundai og fleirum. En þessir örlitlu rafmagnsbílar eru að finna sinn eigin stað í heiminum líka. Þeir eiga einnig skilið sinn skerf af sviðsljósinu, en látum myndirnar frá sýningunni í Genf á dögunum segja sína sögu.