Lélegur frágangur malbiksviðgerða veldur fyrr skemmdum

Þegar götur koma undan vetri er það æ algengari sjón að sjá mikið skemmt malbik og holur víða um borgina. Oftast eru þessar skemmdir við staði þar sem fram hafa farið lagfæringar á liðnum misserum. Vatn og leysingar eiga sinn þátt í að flýta fyrir þessum skemmdum og því vekur það furðu að ekki skuli gengið frá samskeytum með þeim hætti að loka þeim betur. Víða á flugvöllum má sjá þannig frágang að samskeytum er lokað með bræddu biki og án efa myndi slíkur einfaldur frágangur hægja mikið á að viðgerðir gefi sig. Myndin er tekin við golfvöllinn í Grafarholti og sýnir vel hvernig lagfæring á malbikinu þar kemur undan vetri. Það sjá allir hvaða skaða svona slæmur frágangur getur gert vegfarendum bíla og ekki síður bifhjóla, sem eru að koma út á vorin.