Land Rover undirbýr frumsýningu á nýjum Defender

Önnur kynslóð Land Rover Defender verður frumsýnd þann 10. september á bílasýningunni í Frankfurt. 90 og 110 gerðirnar fara í sölu á næsta ári og 130-gerðin síðan um það bil 12 mánuðum síðar.

Hinn nýi Land Rover Defender verður annað ökutækið sem smíðað verður í nýjum verksmiðjum Jaguar Land Rover í Slóvakíu í kjölfar Discovery jeppans sem er þegar smíðaður þar.

Defender-jeppinn verður smíðaður í fimm dyra og þriggja dyra útfærslum og speglar upprunalega harðgerða torfærutækið sem er orðin hálfgerð helgimynd og fyrirmynd margra annarra jeppa síðan sá bíll kom fram á sjónarsviðið árið 1948.

Sala á þessum nýja jeppa hefst árið 2020 og er búist við að jeppinn komi í ljós á næsta ári.

Njósnamyndir af lengri '110' fimm dyra útgáfu í prófunum á frumgerð í nágrenni höfuðstöðva JLR í Bretlandi sýna að nýja gerðin heldur hyrndu, gagnsömu útliti forvera síns. Styttri '90' útgáfan hefur einnig sést í frumgerð.

Eins og á gamla Defender, er afturhurðin opnuð til hliðar á meðan framrúðan er álíka upprétt og á þeim gamla.

Jeppinn verður ekki bein „klónun“ á fyrirrennaranum, að því er forsvarsmenn JLR hafa sagt. „Nýi Defender mun gera allt sem viðskiptavinir okkar búast við, án þess að vera „afrit“ af því sem áður var til staðar“, sagði Felix Brautigam, yfirmaður markaðsmála JLR, við bílablaðið Autocar á bílasýningunni í París í október á liðnu hausti. „Þetta er bíll fyrir nútímann og það þýðir að hann verður að koma leiknum á nýjan stall ef hann á að vera viðeigandi.“

Smíðaður í Nitra í Slóvakíu

Defender verður smíðaður í 1,4 milljarða evra verksmiðju JLR í Nitra í Slóvakíu sem opnaði í október að sögn IHS Markit. Verksmiðjan hefur afkastagetu upp á 150.000 ökutæki með möguleika á að tvöfalda það með frekari breytingum. Verksmiðjan byggir stóra jeppann Discovery, sem flutti frá fyrrum framleiðslustað sínum Solihull, í miðju Englandi.

Defender gæti verið fyrsta ökutækið sem verður smíðað á nýjum sveigjanlegum grunni (Modular Longitudinal Architecture (MLA)) frá Jaguar Land Rover, sem talið er að renna muni stoðum undir meirihluta ökutækja frá Jaguar Land Rover árið 2025. JLR sagði í kynningu til fjárfesta í júlí að fyrsta farartækið sem notaði þennan grunn muni koma árið 2020. Bílana, sem byggðir eru á þessum grunni, er hægt að bjóða sem milda blendingsbíla, sem tengitvinnbíla og eingöngu með rafknúnum drifbúnaði, að sögn JLR.

Land Rover mun bjóða nýjan Defender í þremur stærðum

Land Rover hefur deilt myndum af frumgerð Defender í felulitum á meðan á prófunum stóð.

Nýjustu fréttir herma að Land Rover mun bjóða upp á þrjú afbrigði af nýja Defender og fjóra möguleika til að sérsníða þá enn frekar til að auka möguleika þessa nýja jeppa á markaðnum.

Afbrigðin munu innihalda átta sæta útgáfu á meðan möguleikar á sérsniði munu miða á fjölda viðskiptavina frá aðdáendum utan vega aksturs til kaupenda sem eru að leita að flottum jeppa til nota innanbæjar í þéttbýli.

Afbrigðin þrjú verða:

Þriggja dyra Defender 90. Þessi gerð verður í boði í fimm sæta og sex sæta útgáfum og verður er aukin í 4323 mm úr 4000 mm í fyrri kynslóð.
Fimm dyra Defender 110. Þessi gerð mun vera með fimm, sex og sjö sæta útgáfur. Hann verður einnig lengri en sá gamli eða 4758 mm.
Defender 130. Þetta afbrigði verður fimm dyra, átta sæta fólksbifreið sem er 5100 mm. Áður var Defender 130 aðeins seldur sem tveggja manna „doublecab“.

90, 110 og 130 nafngiftarkerfi Defender vísaði upphaflega til hjólhafs gömlu gerðarinnar í tommum, þ.e. lengd á milli öxla.

Defender 90 hefur verið l´ðyst af þeim sem til þekkja sem bílnum sem líkist best gamla „kassalaga“ LandRover. Honm verður beint að viðskiptavinum sem eru „ungir, efnaðir, leita að því skemmtilega og einstaka“.

110 er „hinn reunverulegi Defender“ sem miðar að ævintýramönnum og sjálfstætt starfandi fólki. Bíllinn sem trjónar efst í þessu framboði 130 „Premium Explorer“ verður markaðssetturfyrir fjölskyldum með „virkan lífsstíl“.

Meira en tvær milljónir smíðaðar

Land Rover smíðaði meira en 2 milljónir eininga af fyrri Defender, sem varð nokkurskonar táknmynd bíla til aksturs utan vega áður en 67 ára framleiðslulotu hans lauk árið 2016.

Eins og fyrr sagði verður önnur kynslóð Defender kynnt 10. september á bílasýningunni í Frankfurt. 90 og 110 afbrigðin fara í sölu á næsta ári og 130-gerðin síðan um það bil 12 mánuðum síðar.

Þessi nýi Defender verður allur úr áli. Upprunalegi Defender, sem kom fram árið 1948, var með yfirbyggingu úr áli sem var boltuð á grind úr stáli.

Stefnt á víðtækari markað

Land Rover þarf að vinna nýja viðskiptavini umfram aðdáendur harðsnúinna torfæruaðdáenda til að hinn nýi Defender muni skila hagnaði.

Til að ná til breiðari viðskiptavina en áhugamanna um utanvegaakstur mun nýr Defender hafa fjórar sérsniðnar línur með mismunandi fylgihlutum og eiginleikum, að sögn heimildarmanns fyrirtækisins við Automotive News Europe.

Þessar áherslur eru sagðar vera:

  • Út á land um helgar í sveitinni.
  • Ævintýri með eiginleikum sem gera jeppann að „alvöru ferðabíl“.
  • Þéttbýlisútgáfa fyrir borgir og úthverfi. Gert er ráð fyrir að þessi valkostur verði vinsæll í þriggja dyra 90 gerðinni.
  • Bíll til að kanna ókunna stigu sem „fara hvert sem er“ - jeppi.

Fjórir aukapakkar gætu hjálpað til við að vinna aftur viðskipti sem töpuðust til þeirra sem vinna við breytingar á ökutækjum sem bjóða upp á marga möguleika fyrir Land Rover jeppana, sérstaklega miðað við fyrri kynslóð Defender.

Defender verður hleypt af stokkunum með hefðbundnum og mildum blendingum útgáfur af „Ingenium“ valkostum JLR. Tengitvinngerð mun bætast við eftir frumsýninguna að sögn JLR.

Víðtækari markaðssetning

Fyrir utan Evrópu verður nýr Defender einnig í boði í Bandaríkjunum og Kína, tveimur svæðum þar sem fyrri kynslóð var ekki opinberlega í sölu.

Bandaríkin eru stærsti einstaki markaður Jaguar Land Rover. Sala JLR í Bandaríkjunum jókst 8,1 prósent í 139.800 ökutæki á reikningsárinu sem lauk 31. mars samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Sala í Kína lækkaði um 34 prósent í 98.900. Sala í Evrópu, að undanskildum heimamarkaði JLR í Bretlandi, dróst saman um 4,5 prósent í 127.600 einingar. Sala í Bretlandi jókst um 8,4 prósent í 117.900.