Lamborghini með ofursportbíl skammt undan

Sterkur orðrómur er nú um að Lamborghini sé við það að koma með nýjan ofursportbíl á markað sem keppa mun við McLaren Senna og Aston Martin Valkyrie. Eins og er er bíllinn aðeins kallaður LB48H en myndin sem fylgir með fréttinni sýnir teikningu af Terzo Millennio tilraunabílnum sem hann er sagður byggja á. Bíllinn verður bæði með rafmótor og V12 vélinni úr Aventador og mun líklega kosta um það bil 2,5 milljónir dollara. Hann mun samtals skila 838 hestöflum og aðeins 63 eintök verða smíðuð.