Ford mun setja Kuga og Explorer tengitvinnbíla á Evrópumarkað til að auka hlutdeild rafbíla

Ford í Evrópu mun auka hlutdeild sína í rafbílum í Evrópu með tengitvinnbílaútgáfu af nýja Kuga, Explorer og Tourneo Custom.

Nýja kynslóð Kuga verður í boði í tengitvinngerð ásamt fullri „blendingsútgáfu“, sem getur ekið á rafhlöðunni einni án aðkomu bensínvélar, mildri „blendingsútgáfu“, Sem notar rafmótorinn við hlið bensínvélarásmat gerðum með hreinum bensín- og dísilvélum, að því sem fram kom í fréttatilkynningu frá Ford.

Það kom fram hjá Ford að þeir muni selja tengitvinnútgáfu af sjö sæta jeppanum Explorer með drifrás fyrir rafdrifna gerð jeppans sem ekki verði á markaði í Bandaríkjunum.

Að sögn Roelant de Waard, stjórnanda sölu- og markaðsmála Ford í Evrópu verður Explorer flaggskip í jeppalínu fyrirtækisins á Evrópumarkaði.

Explorer mun ekki verða markaðssettur í Evrópu með stýrið hægra megin, sem þýðir að hann mun ekki fara í sölu á Englandi, stærsta evrópska markaði Ford.

Hinn nýi Kuga fær meira straumlínulaga form og tengitvinnútgáfu.

Nýjasta útgáfa af Explorer var kynnt í janúar í Detroit.

Tengitvinnútgáfa af Explorer mun kosta um 70.000 evrur í Evrópu (liðlega 9,6 milljónir króna) en þetta hefur þó ekki verið staðfest af Ford. Væntanlega verður aðalkeppinauturinn á Evrópumarkaði tengitvinnútgáfa af Volkswagen Touareg.

Kuga og Explorer fara í sölu seint á þessu ári í Evrópu ásamt Tourneo Custom átta sæta „smárútu“.

Kuga tengitvinnbíllinn mun verða með 2,5 lítra, fjögurra strokka bensínvél auk rafmagnsmótors til að framleiða 222 hetsöfl. Aksturssvið á rafhlöðunni einni er sagt aðeins meira en 50 km, að sögn Ford.

Explorer verður aðeins seldur í Evrópu semtengitvinnbíll.

Kuga er kallaður Escape í Bandaríkjunum

Explorer í tengitvinnútgáfu mun verða með 3,0 lítra, V-6 bensínvél og rafmótor sem gefa samtals 444 hestöfl. Aksturssvið á rafmagninu einu verður 40 km.

Tengitvinnútgáfa af Tourneo Custom verður með 1,0 lítra þriggja strokka bensínvél ásamt rafmótor sem er tengdur við 13,6 kWh litíum-rafhlöðupakka með hæfni til að aka um 50 km á rafmagninu einu. Ólíkt Kuga eða Explorer tengitvinnbílum notar Tourneo Custom seríutengingu aflgjafanna frekar en samhliða tengingar, sem þýðir að bensínvélin er aðeins þarna til að hlaða rafhlöðurnar.

Drifrásin í Tourneo Custom, sem svipar mjög til Ford Transit Custom verður sú sama og er þegar í gerðinni án rafmagns.

Ford sagði einnig að það muni selja milda tengitvinnútgáfu af Fiesta og Focus. Báðir bílar munu para þriggja strokka 1,0 lítra EcoBoost bensínvél við 48 volta reimdrifinn samþættan ræsi / rafal og mun fara í sölu árið 2020.

Létt útgáfa af tengitvinnbílsgerð hins nýja Kuga með 2,0 lítra dísilvél mun bætast til viðbótar við tengitvinngerð Kuga síðar á þessu ári.

Fullur rafmagnsútgáfa af Transit verður hleypt af stokkunum árið 2021, sem þýðir að þetta verður annar rafbíllinn frá Ford sem kynntur verður fyrir Evrópumarkað.

Fyrsti bíllinn sem verður eingöngu rafknúinn verður væntanlega jeppi, sem búist er við að heiti Mach E, sem mun fara í sölu á næsta ári.

Steven Armstrong, stjórnarformaður Ford í Evrópu sagði á dögunum a þessi jeppi sem er innblásinn af Mustang muni fá allt að 600 km aksturssvið.

Ford seldi áður fulla rafmagnsútgáfu af fyrri gerð Ford Focus en hætti því vegna hægra sölu.

Með Tourneo Custom hefur Ford farið inn á nýja braut með bíla sem henta til flutnings á fleira fólki en í hefðbundnum fólksbílum

Kuga í fullri tengitvinnútgáfu

Full tvinnútgáfa af Kuga er með 2,5 lítra fjögurra strokka bensín og rafmagnsmótor með litíumjónarafhlöðu. Full tvinnútgáfa notar háþróaðri drifrás og stærri rafhlöður en mild-tengitvinnútgáfa, en ekki með búnað til að setja í samband við rafmagn til að endurhlaða.

Kuga Hybrid mun keppa við Toyota RAV4 og Honda CR-V tengitvinnbíla þegar hann fer í sölu vorið 2020.

Þessir bílar munu gefa Ford „bestu rafdrifna valkosti fyrir evrópska viðskiptavini, betri en annarra framleiðaenda“,að því er fram kom í tilkynningu frá Ford.

"Líkönin sem kynnt eru í dag eru bara byrjun á áætlunum okkar um að þróa fjölbreytt úrval af sviði ökutækjum fyrir klár heim," sagði Stuart Rowley forseti Ford í Evrópu.

Allt þetta mun leiða til aukningar í sölu á rafbílum með tengitvinnbúnaði að því er sérfræðingar spá. Árið 2018 keypti Evrópa tæplega 190.000 rafbíla og næstum 155.000 tengitvinnbíla. Á þessu ári mun Evrópa kaupa 300.000 rafmagnsbíla og 250.000 tengitvinnbíla að sögn greiningarfyrirtækja, auking í samtals rúmlega eina milljón árið 2020.

(byggt á grein í Automotive News Europe)