Kemur Hummer aftur – rafdrifinn??

Eftirspurn eftir Hummer-jeppum náði hámarki árið 2006 með sölu á Bandaríkjamarkaði á 71.524 ökutækjum, en færri en 4.000 voru seldir árið 2010, samkvæmt upplýsingum Automotive News Data Center.

General Motors er þessa dagana að velta fyrir sér hugmynd um að smíða rafknúið ökutæki sem myndi koma nafni bensínháksins Hummer aftur til lífsins.

Enn sem komið er þá er þetta bara hugmynd þar sem GM er að íhuga áætlanir um hvaða ökutæki verði með í flota rafknúinna jeppa og vörubíla, að sögn þeirra sem þekkja málið.

Hummer-nafnið hefur skotist upp á yfirborðið sem svar við því að mæta vaxandi eftirspurn eftir stærri jeppa með góða getu til utanvegaaksturs, en forðast bensín-háksímyndina sem gerði vörumerkið leiðandi fyrir áratug síðan.

Hugmyndin um rafmagns Hummer kemur þar sem GM er að leita að umbreytingu sig frá hefðbundnum framleiðanda bensínknúinna ökutækja í það sem forstjóri GM, Mary Barra, kallar „rafdrifna framtíð“.

Hummer er einn af mörgum valkostum sem GM er að kanna þar sem fyrirtækið er að þróa næstu kynslóð rafhlöðuknúinna ökutækja. Nokkrir aðrir bílaframleiðandur eru líka á fullu að undirbúa að framleiða viðskiptalega hagkvæmar rafmagnsgerðir.

Þegar að var spurt, var Mark Reuss stjórnarformaður GM ekki viss.

„Ég elska Hummer“, sagði Reuss á blaðamannafundi 12. júní. „Ég er ekki viss. Við erum að horfa á allt“.

Smíði á rafmagns-Hummer verður kannski aldrei að veruleika, en án rafmagnsútgáfu myndi GM eiga erfitt með að selja hefðbundinn Hummer á tímum þegar losunarreglur hafa orðið miklu strangari en á blómaskeiði vörumerkisins.

BEV3 verkefni

GM vinnur nú að tveimur stórum verkefnum sem snúa að bílum knúnum með rafhlöðum. Fyrsta er BEV3-verkefnið sem mun þróa fólksbifreiðar, „crossover“-jeppa og margs konar aðrar litlar og meðalstórar gerðir. Það er hluti af loforði bílaframleiðandans að setja 20 rafknúna bíla á vegina á heimsvísu árið 2023. Seinna verkefnið snýr að því að smíða rafknúna pallbíla og önnur ökutæki í fullri stærð, suma með getu til akstur á vegleysum.

Í fjölskyldu vörumerkja sinna, er GM með stóra jeppa - eins og Chevrolet Suburban og Cadillac Escalade - auk hinna öflugu GMC-ökutækja þar á meðal Sierra pallbíl og Yukon jeppa. GMC hefur einnig Denali-merktar gerðir sem táknar lúxus og AT4 vörumerkið sem eru vörubílar með aksturgetu í torfærum. Allir þessara bíla gætu hugsanlega verið boðnir sem rafbílar, sagði Reuss.

„Þetta er stórt mál. Það gæti verið nokkuð sem við förum fyrst af stað með, nokkuð sem eru ekki bara öflugir vinnubílar en frekar meiri áhersla á útlit og hæfileiki fyrir utan vega“ sagði hann. „Þarna er fullt af hlutum sem eru mjög aðlaðandi“.