Jeep mun smíða Renegade og Compass tengitvinnbíla á Ítalíu

Jeep frumsýndi nýjar útgáfur af Renegade og Compass á bílasýningunni í Genf sem stendur yfir þessa dagana í tengitvinnútgáfu (plug-in-hybrid), sem eru fyrstu gerðir þeirra í rafmagnsútgáfu í Evrópu.

Framleiðsla á Renegade „plug-in-hybrid“ hefst fyrir lok 2019, en Compass mun fylgja í kjölfarið í byrjun árs 2020, sagði Jeff Hines, yfirmaður Jeep vörumerkisins fyrir Evrópu, Mið-Austurlönd og Afríku, við kynninguna í Genf..

Bæði Renegade og Compass verða með rafmótor ásamt bensínvél, sem í byrjun er fjögurra strokka 1,3 lítra vélinni sem kom á markað árið 2018. Í fullri notkun með rafgeymi munu báðar gerðir bjóða upp á 50 km drægni með hámarkshraða 130 km/klst.

Aflið í Renegade mun vera frá 187 hestöflum til 236 hestafla, sem fer eftir bensínvélinni. Hröðunin mun verða frá 0 til 100 km/klst á sjö sekúndum.

Fyrir bæði Renegade og Compass verður samsett losun koltvísýrings minni en 50 grömm á kílómetra. Báðir eru með hjólhjóladrif þar sem afturhjólin eru aðeins knúin áfram af rafmótornum.

Markmið CO2-losunar verða til þess að auka vaxandi notkun rafmagns í bílum, segir Hines. Þessi þróun rafmótora mun aftur veita meiri möguleika með aukinni notkun hjólhjóladrifs, sagði hann og bætti við að Renegade verði „fyrsti“ alvöru bíllinn af þessari gerð í flokki minni jeppa.

Renegade og Compass „plug-in-hybrid“ verða smíðaðir í verksmiðjum Fiat Chrysler Automobiles í Melfi, á suðurhluta Ítalíu, sem framleiðir nú Fiat 500X, litla „crossover“-bílinn og bensín og díselútgáfur Renegade. Á næsta ári mun verksmiðjan einnig framleiða allar evrópskar útgáfur af Compass, sem eru í dag fluttar inn frá verskmiðjum FCA í Toluca, Mexíkó.

Renegade og Compass „plug-in-hybrid“ gerðirnar gætu verið fluttar út til Bandaríkjanna ef nægileg eftirspurn verður fyrir hendi, sagði Pietro Gorlier, stjórnandi FCA í Evrópu.

Aukning í framleiðslu eru góðar fréttir fyrir Melfi-verksmiðjuna, þar sem framleiðslu á smábílnum Fiat Punto var hætt á miðju ári 2018.

Samkvæmt markaðsrannsókninni JATO Dynamics var Compass vinsælasti bíll Jeep í Evrópu árið 2018, með 74.740 einingar seldar, aukning frá 15.623 árið 2017. Þar með sló hann naumlega út Renegade, en 73.275 einingar voru seldar, sem er örlítil aukning frá 72.238 selddum eintökum árið 2017. Jeep vörumerkið í jók söluna um 56% eða 166.586 seld eintök.

Jeep Compass kemur núna líka sem „plug-in-hybrid“ sem sameinar rafmagn og bensínvél. Frá og með næsta ári verða allar gerðir Compass framleiddar líka á Ítalíu.
Jeep Renegade var frumsýndur sem tengitvinnbíll, rafmagn+bensín, á bílasýningunni í Genf í vikunni. Drægnin með rafmagni verður 50 km.