Hyundai NEXO hreinsar loft.

Von er á vetnisbíl frá Hyundai á komandi mánuðum. Hið merkilega við hann er að ekki aðeins er hann knúinn áfram af vetni og rafmagni heldur hreinsar hann loftið á sama tíma og ekið er um göturnar. Hyundai segir að hann muni hreinsa um 99.9% af ögnum úr andrúmsloftinu þegar að ekið er. Vetnisbílar eiga mikið inni þegar kemur að notagildi þeirra og væntanlegri notkun.

Þá er auðvelt að fylla á og eini “útblásturinn” er hreint vatn, og hreinna loft í tilfelli NEXO. Vetni er líka framleitt hérlendis og kostar minna en olía eða bensín. Bílinn er einstaklega auðveldur í notkun, þú einfaldlega sest inn og ýtir á D. Nokkrir erlendir blaðamenn hafa fengið að aka honum og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu hérlendis. Hverjum hefði dottið í hug að einhvern daginn kæmi bíll á markað þar sem eigendur væru hvattir til að fara út að aka ef svifryksmengun væri mikil?

Fallegar línur í tæknilega fullkomnum bíl.
Einfalt og þægilegt viðmót.
Stílhreinn sportjeppi.