Hvers er að vænta á bílasýningunni í Frankfurt í september?

Líkt og kom fram í frétt hér á vefnum okkar á dögunum er útlit fyrir að margir bílaframleiðendur  ætli að sniðganga IAA, alþjóðlegu bílasýninguna í Frankfurt í September, nýlegar fregnri herma að allt að 22 sýnendur sem reiknað var með á sýningunni muni ekki vera með.

Fréttamiðlar í bílaheiminum hafa verið að fjalla um það sem er væntanlegt í Frankfurt, og þar á meðal birtist samantekt á vefútgáfu Auto Express á dögunum sem varpar nokkru ljósi á það helsta.

Opnar 12. september

Bílasýningin í Frankfurt árið 2019 opnar fyrir blaðamenn fimmtudaginn 12. september. Það er einn stærsti viðburðurinn í bíladagatalinu, en sýningin hefur laðað allt að 850.000 gesti undanfarin ár og er oft sýningin sem valin er fyrir sum af stærstu bílamerkjum Evrópu. Í áranna rás hafa margað merker frumsýningar á nýjum bílum séð dagsins ljós á IAA.

Bílasýningin í Frankfurt er skipulögð af samtökum þýska bílaiðnaðarins og er að sjálfsögðu mikilvægur viðburður fyrir innlenda framleiðendur. Venjulega eru hin gífurlegu gólfsvæði sýningarmiðstöðvarinnar full af hugmyndabílum og væntanlegum framleiðslubílum eins og Porsche, BMW, Audi og Mercedes. Þessi sýning er haldin annað hvert ár á móti annarri samsvarandi sýningu í París

Eins og alltaf gæti viðburðurinn í ár verið mikill viðburður fyrir sum stóru þýsku vörumerkin. Rafbílarnir munu einnig vera til staðar í Frankfurt í september líka, en Porsche, Honda og Volkswagen eru allir búnir að sýna glænýjar gerðir rafbíla sem eingöngu nota rafgeyma. Eins og fjallað var um hér á billinn.is mun Land Rover stela senunni í jeppaheiminum með nýjum Defender.

En skoðum aðeins nánar nokkra af þeim bílum sem munu birtast á bílasýningunni í Frankfurt 2019 eftri nokkrar vikur:

BMW

BMW X6

Þriðja kynslóð X6 Coupé-sportjeppa BMW hefur þegar verið opinberuð en hann mun verða opinberlega frumsýndur í Frankfurt. Byggt á sömu stoðum og nýi X5, það er með úrval af bensíni og dísilvélum, með öfluga 4,4 lítra tvvöfalda túrbó V8 sem er 524 hestöfl og 750Nm snúningsvægi.

Cupra

Cupra hugmyndabíll frá sportbíladeild Seat á Spáni

Cupra, frá „sportbíladeild“ SEAT á Spáni, sendi nýverið frá sér hálfgerða felumynd sem gefur vísbendingu um nýjan hugmyndabíl í Frankfurt. Tæknilegar upplýsingar eru af skornum skammti, en hugmyndabíllinn gæti verið með rafmagnsdrifrás sem gæti mögulega verið fengin að láni frá SEAT el-Born hugmyndabílnum.

Honda

Honda e

Tilbúin framleiðsluútgáfa af snotra smábílnum Honda e í „retro“-stíl, borgarbíl sem notar eingöngu rafmagn verður kynnt á Frankfurt. Það er með vatnskældum 35,5 kWklst rafhlöðupakka, staðfestri akstursdrægni sem nemur 200 km og fullkomin 50:50 þyngdardreifing. Ólíkt flestum litlum rafbílum er mótor Honda e festur á afturás og sendir afl sitt til afturhjólanna.

Hyundai

Hyundai i10 fær andlitslyftingu í Frankfurt

Hyundai mun hleypa af stokkunum uppfærðri útgáfu af i10 borgarbílnum í september sem lítur út fyrir að vera tæknivæddasti bíll í sínum flokki. Endurskoðun á útliti og drifrá verður takmörkuð, en búist er við að upplýsinga- og afþreyingarkerfið í i10 muni taka gríðarlegt stökk fram á við, og hugsanlega nota sama átta tommu skjákerfið sem er að finna í stærri hatchback i30.

Land Rover

Land Rover Defender – enn bara í felulitunum

Eins og við höfum þegar sagt frá mun Land Rover ætla að lokum draga felulitina af sínum nýja Defender í Frankfurt. Nýi torfærubíllinn frá breska vörumerkinu hefur varið síðustu sex mánuðunum í gríðarlega þróunaráætlun sem nær yfir 1.200.000 kílómetrum í 11 löndum. Njósnamyndir og fréttir sem hafa lekið út sýna að þó að nýja gerðin haldi kassalaga útliti gamla Defender að nokkru leyti þá er hann verulega stærri.

Porsche

Porsche Taycan

Þegar hafa birst alveg ódulbúnar myndir af þessum nýja Porsche, fólksbíl sem notar eingöngu rafmagn. Þessi keppinautur Tesla Model S mun fara frá 0–100 km á innan við 3,5 sekúndum og ná topphraðanum 250 km/klst, með pari rafmótora ( drifrás sem fengin er frá sigurvegaranum í Le Mans, Prsche kappastursbílnum 919 LMP1) og sem gefa frá sér meira en 600 hestöfl.

Volkswagen

Volkswagen ID.3

Það hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir rafbílnum ID.3 frá Volkswagen, sem mun birtast í Frankfurt, og er með 201 hestafla mótor og allt að 415 kílómetra akstursdrægni. Þessi rafbíll, sem eingöngu notar orku frá rafgeymum hefur verið lengi á leiðinni - upphaflegi ID-hugmyndabíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í París árið 2016. VW hefur þegar sótt fram með markaðssetningu bílsins nú þegar. En það verður að bíða eftir frumsýningunni til að sjá hvernig innrétting bílsins lítur út . Reiknað með að afhendingar á ID.3 muni hefjast sumarið 2020