Hver man eftir Chief Inspector Morse?

Jaguar er eitthvert fornfrægasta merki í bílasögunni og stolt breska heimsveldisins, svona rétt á eftir Rolls Royce.

Krimmaáhugamenn sem komnir eru til ára sinna kunna að muna eftir Chief Inspector Morse. Morse er ættaður úr glæpasögum eftir Colin Dexter sem samdi einar 13 um hann á árunum 1975-1999. Þegar sjónvarpsþættir voru síðar gerðir eftir sögunum urðu þeir alls 33 frá 1987-2000 (þegar aðalleikarinn, John Thaw lést. Hve margir hefðu þeir ella orðið veit enginn). Morse þessi er sérkennilegur karakter, sérvitur og sjálfumglaður og “old fasion english” í botn.

Og hann á bíl. Eitt af megineinkennum hans var bíllinn hans. Í sjónvarpsþáttunum ekur hann Jaguar Mk 2. (þó hann aki raunar Lancia einhvers konar í fyrstu skáldsögunum). Þættirnir gerast í rauntíma, og sá fyrsti er frá 1987. Framleiðsla Jaguar Mk 2 stóð frá 1959-1967, svo Jaguarinn hans Morse er amk 20 ára gamall í upphafi seríunnar og því kominn á fertugsaldur þegar henni lýkur. “They don´t make them as they used to” gæti verið skýring herramannsins á þessu bílavali sínu þó mig reki ekki minni til að hann hafi nokkurn tíma sagt það beinlínis, en það væri algerlega í anda karaktersins. Að vísu, í einum  þáttanna, reynir bílasali og –safnari að hafa þann gamla af honum í skiptum fyrir nýjan Jaguar XJS, án árangurs.

Einn Jaguar frá þessum tíma er til hérlendis; Laxness Jaguarinn svokallaði. Hann er að vísu einhvers staðar sagður vera árgerð 1968, sem mundi gera hann að Mk 3, en af myndum að dæma er hann Mk 2. Svo, þar sem Morse var mikill bókmenntamaður er skemmtileg tilviljun að hann hafi ekið sams konar bíl og Nóbelsskáldið.

Læt ég hér bókmenntahluta pistilsins lokið.  

En hvað með þennan Jaguar Mk 2? Ég á að vera að skrifa um bíla ekki satt, ekki bókmenntir, rithöfunda og sjónvarpsþætti, svo ég ætla að reyna að koma mér að efninu.

Þessi gullglæsilegi Jaguar sem um ræðir er einn af þeim bílum sem marka gullöld Breta í bílaheiminum. Sem fyr segir var framleiðslu hans hætt 1967 og skömmu síðar hófst niðurlægingarskeið bresks bílaiðnaðar. Svo segja má að þetta sé síðasti “alvöru” Jaguarinn þar til einhverjum áratugum síða (sem er önnur saga).

Alla vaga; Bíllinn sem Inspetor Morse ók er fjögurra dyra sedan, 4,6 metra langur(svona mitt á mili VW golf og Passat) og vegur 1440 kg (sami samanburður við VW). Drifinn af 6 cylindra línuvél upp á 2,5 lítra og 120 hestöfl (svona eins og basic Golf). Þykir ekki mikið í dag en ekki skorti íburðinn. Leðursæti, alvöru viður í innréttingunni, og; kasettutækið (sem hlýtur að hafa verið seinni tíma breyting; kasettan hafði ekki verið fundin upp 1967) sem hann notaði til að spilaði Wagner öllum stundum). Þó þessar tölur fái mann ekki til að slefa í dag þá var þetta á pari við það besta árið 1967. Og, eins og fyr sagði er Jaguar eitt af stoltum bresks bílaiðnaðar. Sem státar eiginlega ekki af neinu öðru en fornri frægð. Ok, þeir hafa smíðað ýmislegt flott á síðustu 15 árum eða svo, en það eiginlega telur ekki inn í söguna. Síðasti bíll sem Jaguar smíðaði fyrir dökku dagana í breskum bílaiðnaði, sem hefur einhverja ímynd er Xj-serían, sem tók við af Mk2 1968. Annað mál, fjalla kannski um það síðar.

Svipuð bifreið og Halldór Laxnes keyrði í fjölda ára.
Jaguar MK VII sem meðal annars var í eigu Jóhannesar Reykdals, blaðamanns hjá okkur á Bíllinn.is

Jaguarinn sem Morse ók í 33 sjónvarpsþáttum er einn af þessum bílum, sem við munum eiginlega bara eftir fyrir að hafa verið í sjónvarpsþáttum (sem má segja um fjölmarga aðra bíla. Kannski meira um það síðar). Sem gerði Jaguar Mk 2 eftirsóttari af söfnurum fyrir vikið. Flottur bíll og góður á sínum tíma. Eitthvað það besta sem Jaguar gerði á sínum langa, sögulega ferli. Já, sjónvarps- og kvikmyndagerðarmenn hafa gert ýmsa bíla “betri” en margt annað.

(þess má til gamans geta, þó sorglegt sé, að “Morse” Jaguarinn) lést í fyrra þegar hann rann af trailer á einhverri hraðbraut í Englandi og mun aldrei bíða þess bætur. Þar fór það).