Ný kynslóð Kia Cee'd verður frumsýnd helgina 25.-26. ágúst í Öskju. Segja má að það sé brennandi áhugi fyrir bílnum en eitt frumsýningareintakið var eldinum á bílastæði Öskju að bráð síðastliðinn mánudag. Það kom þó ekki í veg fyrir að billinn.is fékk eintak til reynsluaksturs og skemmst er frá að segja að bíllinn er í senn verulega skemmtlegur, vandaður og vel búinn svo ekki sé talað um á góðu verði. Meira um það síðar á billinn.is en þeir sem berja vilja þennan heita bíl augum ættu að drífa sig í Öskju um helgina.