Honda Urban EV á markað á næsta ári

Honda sýndi í Frankfurt í fyrra tilraunarafmagnsbíl sem stefnir hraðbyri í framleiðslu og mun verða hægt að panta þennan bíl í nokkrum Evrópulöndum fljótlega eftir áramót. Hvort Ísland verði eitt þeirra landa vitum við ekki ennþá en nýlega náðust njósnamyndir af bílnum við prófanir í Bretlandi. Eins og sjá má er hann ekki lengur tveggja dyra eins og tilraunabílinn heldur fjögurra og eru bæði handföngin falin, eins og reyndar speglarnir líka sem eru í raun og veru myndavélar. Margt er enn svipað í útliti bílsins eins og hringlaga díóðuljósin og að því er virðist mælaborð með stórum flatskjá. Honda hefur ekki látið mikið af tæknuupplýsingum frá sér um þennan skemmtilega bíl sem minnir mest á fyrstu kynslóðir Honda Civic, en vænta má að hleðslan dugi honum allavega 250 km. Bíllinn verður kynntur almenningi seinni hluta ársins 2019.

Honda Urban