Honda frumsýnir rafmagnaðan CRV Hybrid á laugardaginn

Við höfum fjallað um reynsluakstur á Honda CRV hér á vefnum okkar og nú er komið að því að Bernhard, umboðaðili Honda á Íslandi frumsýnir þennan vinsæla bíl í Hybrid-útgáfu á laugardaginn á milli kl 10 og 16 í söludeild Honda í Vatnagörðum.

Í CRV-bílnum kynnir Honda næstu hybrid-kynslóð sína. Þar fara saman öflug 2.0 lítra bensínvél og hátæknilegir rafmótorar (i-MMD). Þessi snjalla samsetning gefur bílnum einstaka aksturseiginleika. i-MMD tækni er snjöll því með henni er stöðugt fylgst með afköstum og sparneytni CR-V til að ákvarða hvernig aflið verður nýtt best og þannig skiptir hún lipurlega og hikstalaust milli þriggja akstursmáta: Vélarafl, hybrid og hreint rafafl.

i-MMD tækni veitir snarpan, lipran og skilvirkan akstur þar sem boðið er upp á besta aflið með því að skipta sjálfvirkt og snurðulaust milli þriggja drifstillinga: Rafdrif, hybrid drif og vélardrif. Í rafdrifi ekur bíllinn hljóðlaust á hreinu rafmagni og fær afl frá rafhlöðunni gegnum drifmótor; þessi stilling er venjulega notaður þegar tekið er af stað eða ekið rólega. Í hybrid drifi vinnur bensínvélin og rafmótorarnir saman, t.d. þegar hraðinn er aukinn. Í vélardrifi fær bíllinn, eins og nafnið bendir til, eingöngu afl frá vélinni -eins og þegar ekið er á miklum hraða.

Styrkur i-MMD felst í því að um leið og bensínvélin er notuð til að framleiða rafmagn, er hægt að nýta orku sem annars færi til spillis til að endurhlaða rafhlöðuna, sem þýðir að ekki þarf að stinga CR-V Hybrid í samband. Til að hjálpa ökumanni að fylgjast með orkunotkun, sýnir upplýsingaskjárinn núverandi akstursstöðu og orkustillingu sem verið er að nota. Skýr myndrit sýna orkuflæði og hleðslustöðu rafhlöðu og ökumaður getur því einbeitt sér að akstrinum.

En sjón er sögu ríkari og því um að gera fyrir áhugasama að leggja leið sína til Honda í Vatnagörðum á milli klukkan 10 og 16 á laugardaginn.