Heimsfrumsýning á nýjum Benz GLE

Nýjasti GLE jeppinn frá Mercedes Bens er fjórða kynslóðin af þessum millistærðarjeppa, sem upphaflega var kallaður M-class. Mercedes breytti nafninu í GLE á árinu 2015 til að staðsetja bílinn sem hluta af E-class fjölskyldunni. Þessi nýja gerð var heimsfrumsýnd á bílasýningunni í París á dögunum og ef marka má umfjallanir um sýninguna var þetta einn af hápunktum hennar að mati margra.

Árið 1997 kom Mercedes-Benz fram með vel búinn jeppa undir heitinu M-Class. Frá haustinu 2015 hefur módelfjölskyldan borið heitið GLE, með áherslu á staðsetningu sína sem jeppa í E-Class fjölskyldunni. Þessi nýi GLE kemur í sölu í byrjun árs 2019 (Bandaríkjunum og Evrópu) og vorið 2019 í Kína. GLE er framleiddur í verksmiðjum Benz í Tuscaloosa í Alabama í Bandaríkjunum.

Hinn nýi GLE er hlaðinn nýjungum. Til dæmis er virka fjöðrunarkerfið E-ACTIVE BODY CONTROL hið fyrsta í heiminum á 48-volta grunni. Akstursaðstoðarkerfin eru einnig annað skref fram á við með „Active Stop-and-Go Assist“. Innréttingin er enn rúmbetri og þægilegri en áður, með þriðju sætaröðinni í boði á fyrir þá sem þess þurfa. Hönnunin að utan undirstrikar ekki aðeins útlit og afl, heldur setur einnig nýja staðal fyrir loftmótsstöðu í jeppaflokki að sögn framleiðandans. GLE mun fá algjörlega nýtt úrval af vélum þegar hann kemur á markað snemma árs 2019. Hin nýja 4MATIC tryggir góða svörun jafnt á vegi og vegleysum.

Nýi GLE hefur talsvert lengri hjólhaf en forvera hans (2.995 mm, plús 80 mm). Þetta skapar verulega meira pláss, sérstaklega fyrir farþega í aftursætum. Og vegna þess að A-stoðin er uppréttari en áður hefur pláss og þægindi við inngöngu að framan verið aukið. Ef óskað er eftir, er önnur sætaröðin í boði með sex fullum rafstillingum, nokkuð sem ekki hefur sést áður í jeppaheiminum.

4MATIC: lipur á vegum, enn betri í torfærum

Í öllum gerðum af hinum nýja GLE er aflinu stjórnað til hjólanna um 9G-TRONIC sjálfskiptingu. Breitt hlutfall gíranna frá einum til níu gerir minni snúningshraða mótorsins mögulegan og er afgerandi þáttur á bak við mikla orkunýtingu og akstursþægindi. Í GLE 450 er notaður millikassi með rafrænt stýrðri fjöldiskakúplingu. Þetta gerir kleift að flytja snúningsvægi frá 0-100 prósent á milli öxla.

Einnig nýtt, og fáanlegt sem valkostur, er millikassi sem er sérstaklega gerður fyrir betri aksturseiginleika utan almennra vega. Auk þess að vera með stýrða fjöldsikakúplinu með virkni átakststýringar eftir þörfum, er þessi millikassi með lækkunargírhlutfall og sjálfvirka læsingu frá 0-100 prósent fyrir akstur í torfærum. Einnig við akstur á vegum, og sérstaklega við beygju, vinna tveir fullkomlega samtengdir millikassar sem tryggja átak miðað við þörf og auka þannig öryggi og aksturseiginleika.

Rafeindastýrð fjöðrun

Jafnvel enn betri akstursþægindi og lipurð auk nýrra aðgerða eru í boði með „E-ACTIVE BODY CONTROL“-fjöðruninni, sem nú er sameinuð með nýlega þróaðri AIRMATIC loftfjöðrun. Þetta er eina kerfið á markaðnum þar sem hægt er að stýra hverri hreyfingu fjöðrunar við hvert hjól. Þetta þýðir að það er ekki aðeins verið að vinna með venjulegar veltuhreyfingar bílsins, heldur einnig halla fram og aftur. Ásamt því að skanna yfirborðið og halla í beygju, veitir E-ACTIVE BODY CONTROL fjöðrunarstýringin yfirburða þægindi, og styður það álit Mercedes-Benz að þetat sé skynvæddasta jeppafjöðrunin á markaðnum í dag.