Talsvert hefur verið fjallað um nýjan jeppa Ferrari að undanförnu en hann kallast því skemmtilega nafni Purosangue. Fyrir stuttu náðist myndband af því sem virðist vera frumgerð bílsins við prófanir en hann virðist þó vera með GTC4Lusso yfirbyggingu. Bíllinn er samt mun hærri en sá bíll og því er hér líklega um dulbúna útgáfu Purosangue að ræða. Það er ekki búist við að þessi bíll komi á markað fyrr en að nokkrum árum liðnum en við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með.