Frumsýningarhelgi framundan

Það eru nokkrir bílar frumsýndir um næstu helgi og ekki eru þeir af verri endanum. Í BL verður blásið til veislu á laugardaginn með frumsýningu á nýrri kynslóð X5 og fær X4 að fljóta með. Í Brimborg verður nýr og glæsilegur 508 frumsýndur á laugardag og loks verður frumsýnd ný andlitslyfting á Suzuki Vitara með nýjum vélum. Nýr SsangYong Rexton verður frumsýndur í sýningarsal SsangYong Krókhálsi 9, laugardaginn 12. janúar milli kl. 12-16. Það er því nóg að skoða fyrir bílaáhugafólk um helgina og besta við það er að það er aðeins örfáir kílómetrar á milli umboðanna.

Nýr BMW X5 er glæsilegur bíll í akstri og vekur athygli hvert sem hann fer.
Nýr og glæsilegur Rexton frumsýndur um helgina hjá Bílabúð Benna.