Frumsýningar bíla á Íslandi 2019

Mér líður eins og það hafi bara verið í gær að ég klappaði belgnum og óskaði fjölskyldunni gleðilegra jóla. En nú þegar að jólin og áramót hafa komið og farið er um að gera að líta frammávið, halda áfram að stroka út 18 fyrir 19 og sjá hvað er væntalegt af nýjum bílum á komadi mánuðum frá íslensku bílaumboðunum. Við höfðum samband við þau öll og þetta eru svörin sem bárust.

Nýr BMW X5

BMW

Þeir hjá BMW sitja ekki auðum höndum þetta árið og er von á þónokkrum nýjum týpum af bílum frá þeim. Nýja 3-serían mun koma til landsins í Febrúar og verða sýnd hjá BL (við hér á Bíllinn.is látum þig vita). Af jeppum hjá BMW er von á þrem: X5, X6 og X7. X6 er copé útgáfa af hinum vinsæla X5 jeppa sem er nú að koma í sinni fjórðu kynslóð. X5 verður frumsýndur hjá BL núna strax í janúar og herma okkar fréttir að fyrstu eintökin séu þegar til sýins í sal BMW á Sævarhöfða. Hinn nýji X7 verður sýndur í maí og er hann stærsti jeppi sem BMW hefur nokkurntímann framleitt enda er hann 5.1 meter á lengd. Þá er einnig von á uppfærslu á hinum geysivinsæla X1 í september.

CITRÖEN

Á þessu ári fagnar Citröen 100 ára afmæli og verður sérstaklega haldið uppá það í mars á þessu ári. Eitt af því sem þeir munu gera er að bjóða nýjan C5 Aircross til sölu hér á landi og verður hann frumsýndur í apríl. Þeir hjá Brimborg hefja þó veisluna á að bjóða nýjan Berlingo og Berlingo Van í febrúar.

HYUNDAI

Í Kauptúninu hjá Hyundai verður sýndur uppfærður Ioniq í sumar. Fast á eftir mun fylgja tvinningsútgáfa af Kona. Í desember verður svo kynnt ný útgáfa af I30 og verður hann svokallaður létttengitvinnsbíll.

I Pace frá Jagúar

JAGUAR

Jaguar mun í lok febrúar hefja formlega sölu á nýja rafmagnsbíl þeirra, I-Pace. Jaguar á Íslandi var með sýningar í haust fyrir áhugasama en nú loksins munu þeir geta farið að bjóða þenna vinsæla rafmagnsbíl í almennri sölu.

Kia Soul í sportútfærslu

KIA

Í janúar er von á Pro CEED sem er Shooting Brake útfærsla af hinum vinsæla CEED. Þeir hjá Bílaumboðinu Öskju sitja svo ekki auðum höndum í febrúar því þá kynna þeir andlitslyftingu á Optima, bæði dísel og hybril bílnum. Þeir halda svo áfram í mars og kynna e-Niro sem verður rafmagnsútgáfa af hinum vinsæla tengitvinnbíl og mun hann því koma í þrem umhverfisvænum útgáfum. Í júní fáum við svo loksins hinn nýja Soul EV til landsins sem nýlega var afhjúpaður í nýrri mynd.

MAZDA

Frá Mözdu er von á nýjum og endurbættum Mazda 3 með hinni nýju SkyActive-X vél þar sem verkfræðingar hafa hámarkað sparneytni bensínvélarinnar með því að breyta hvernig vélin brennir bensíni og þeir hafa sagt að hún sé endalok dísel vélarinnar. Hvernig vitum við hjá bílinn.is ekki, en okkur hlakkar til að keyra hann og mun Brimborg frumsýna hann í mars.  

MINI

Frá hinum smáa breska framleiðanda er það helst að ný rafmagns útgáfa af hinum sívinsæla Cooper sem var sýndur sem hugmyndabíll á bílasýingunni í Frankfurt 2017.

NISSAN

Þrír stórir atburði eru í burðarliðnum hjá Nissan á Íslandi. Sjálfskipt Micra verður kynnt í febrúar, Leaf mun verða kynntur með stærra batteríi í maí og í September er von á nýjum Juke.

Peugeot 508

PEUGEOT

Nýr 508 mun koma frá franska framleiðandanum í janúar og verður hann sýndur hjá Brimborg 12 janúar. Við verðum þar, fylgstu með.

RANGE ROVER

Nýr Evoque var nýlega kynntur og verður hann frumsýndur hjá Land Rover á Íslandi í Mars.

RENAULT

Frá Renault er von á tveim nýjum bílum, feykivinsælu Captur og Clio, sem koma nú alveg endurhannaðir frá framleiðandanum. Von er á Clio í maí og Capturinn á að lenda í september. Þeir byrja hinsvegar að koma með uppfærslu á Kadjar núna í febrúar og fylgja því eftir með uppfærslu á ZOE í September og Master og Traffic í október.

SUBARU

Nýr Forester verður frumsýndur í ágúst. XV mun svo koma í létt-tvinnsútgáfu í september.

Nýr Vitara á leiðinni hjá Suzuki

SUZUKI

Nýr Vitara verður frumsýndur 12. janúar hjá Suzuki umboðinu. Hann kemur með nýjum vélum og hlakkar okkur hjá Bíllinn.is mikið til að prufa hann.

Af öllum þessum lista má greinilega sjá að 2019 verður mjög spennandi ár hjá öllum bílaumboðum landsins. Við hjá Bíllinn.is munum vera með puttan á púlsinum og fylgjumst grant með þessu öllu.