Frumsýning

Til stendur að kynna fyrir almenningi nýja I-Pace rafjeppann frá Jagúar um næstu helgi og verður blásið til sýningar á honum á laugardag milli kl 12-16 í höfuðstöðvunum á Hesthálsinum. Nokkur eintök hafa verið hér á landi vegna kynningar á bílnum en blaðamenn fengu fyrst að sjá bílinn 27. september síðastliðinn og prófuðu þá aðeins. Billinn.is hafði bílinn til reynsluaksturs um helgina og mun fjalla betur um bílinn bráðlega. Að sögn Bjarna Þórarins Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdarstjóra Land Rover og Jagúar munu fyrstu seldu bílarnir koma í lok febrúar, en þegar er búið að selja um 30 bíla. "Miðað við gegnið í dag kosta þeir frá rúmum 9 milljónum upp í rúmar 12 í best útbúnu bílunum" sagði Bjarni við billinn.is.