Fljótasti Mustang bíll sögunnar

Ford frumsýnir nú á bílasýningunni í Detroit öflugasta Mustang bíl fyrr og síðar, nefnilega nýjan Mustang GT Shelby 500 sem kemur á markað í haust. Hann er hvorki meira né minna en 700 hestöfl og mun vera um 3,5 sekúndur í hundraðið, sem gerir hann að sneggsta Mustang sem framleiddur hefur verið. Shelby 500 fær mikið af tækni úr GT4 keppnisbílnum eins og koltrefjapakka til að minnka þyngd. Vélin er 5,2 lítra V8 með stórri forþjöppu og sjálfskiptingin er sjö þrepa með tveimur kúplingum sem skiptir um gír á undir 100 millisekúndum. Ford hefur ekki gefið upp nein verð ennþá en bíllinn á greinilega að keppa við bíla eins og Dodge Challanger Hellcat, en sá skilar 707 hestöflum.