Fleiri nýir bílar sem munu birtast á bílasýningunni í Frankfurt

Rafvæðing er efst á baugi í Þýskalandi á þessu ári, en bílar með hefðbundnar brunavélar eru áfram áberandi.

Venjulega er bílasýningin í Frankfurt einn stærsti viðburðurinn á bifreiðadagatalinu og í ár er engin undantekning þar sem frumsýningar eru margar að venju.

Á dögunum sögðum við frá nýjum BMW X6, Seat Cupra, Honda e-rafbílnum, Hyundai i10. Land Rover Defender. Prsche Taycan og rafbílnum Volkswagen ID.3

Bílasíður á vefnum hafa keppst við að upplýsa um fleiri nýja bíla sem munur birtast í Frankfurt í september og verður fjallað lítillega um þá hér að neðan.

Audi

RS6

Flaggskipið frá Audi Sport mun halda tvöföldu túrbó 4,0 lítra V8 bensínvélinni þegar hann færist yfir í fjórðu kynslóð á árinu 2020, með aflið uppfært í um það bil 605 hestöfl til að takast á við Mercedes-AMG E63 S og BMW M5. Búast má við sjónrænum breytingum frá venjulegum Audi A6 sem fela í sér stærri hjólboga, stærri loftinntök og stærri felgur.

RS7 Sportback

Nýi RS7 Sportback verður aðalbíllinn í úrvali ofurbíla Audi Sport og deilir 600 hestafla plús V8 með RS6. Eins og með fráfarandi gerð verður aflið sent til fjögurra hjóla með átta gíra sjálfskiptum gírkassa, en 80 kg þyngdartap ætti að skila lúmskum árangri að sögn þeirra sem hafa fjallað um bílinn á vefnum.

A3

Audi kynnir fjórðu kynslóð hins vinsæla A3 árið 2020 og er búist við að hann sýni keppinautnum Volkswagen Golf tennurnar í Frankfurt. Frumsýningunni hefur verið frestað vegna baráttu Audi við WLTP losunarprófanir og aukinnar áherslu á þróun rafbíla, en fyrirtækið lofar að nýi A3 verði fullkomnasti bíllinn í sínum flokki og setji nýja viðmiðanir fyrir fágun.

S8, SQ8 og Q7 fá lagfæringu í útlit

Við munum einnig fá að sjá fyrsta útlit á Audi S8 fólksbílnum, ein af aðeins tveimur gerðum í Audi S-seríunni til að halda eingöngu bensínvélum, sem og nýja SQ8 sportjeppann og andlitslyftingu á Audi Q7 sjö sæta.

BMW

Vision M Next

Vision M hugmyndabíllinn er hugmynd BMW um hvernig endurkoma M1 ofurbílsins frá 1978 gæti litið út. Vision M er forskoðun á framleiðslubíl sem var gæti komið á markað fyrir 2025, og yrði með 591 hestafla bensín-rafknúin tengitvinndrifbúnað sem einnig er ætlað að muni birtast í almennum BMW M sportbílum.

Lamborghini

V12 ofurbíll með tengitvinnbúnaði

Lamborghini er að undirbúa skipti á flaggskipinu Aventador fyrir árið 2020 og ýmislegt bendir til þess að forsýning verði á tveggja milljón punda tvinnbíl sem kemur í ljós í Frankfurt. Væntanlegir kaupendur skoðuðu nýju gerðina í fyrra, en þetta væri í fyrsta skipti sem bíllinn, sem er kenndur við LB48H, er sýndur á almannafæri. Þessi keppinautur við Ferrari SF90 Stradale mun verða með V12 vél og rafmótor sem eykur afköst og skilvirkni.

Mercedes-Benz

EQV

Mercedes forsýndi EQV rafmagnsbílinn með hugmyndabíl í Genf og framleiðsluútgáfan mun verða frumsýnd í Frankfurt. Byggður á hefðbundnum V-Class mun EQV bjóða upp á allt að átta sæti, 400 kílómetra akstursdrægni á rafhlöðum og topphraða 160 km/klst. Rafhlöður sem eru undir gólfi bílsins leyfa sama sveigjanleika að innan og í V-Class, sem þýðir að það er hægt að nota bílinn sem lúxus sex sæta VIP skutlu eða átta sæta leigubíl.

ESF 2019 hugmyndabíll

ESF hugmyndabíllinn er það nýjasta í langri röð tilraunabíla frá Mercedes sem er smíðaður sem hluti af áframhaldandi rannsóknum á leiðum til að gera sjálfkeyrandi ökutæki öruggari. Byggður á væntanlegri gerð GLE-jeppans með bensínvél, og er þessi að hluta sjálfkeyrandi bíll með útdraganlegt stýri og fótstig, sjálfvirka strekkjara á öryggisbeltum og áberandi ytri stefnuljós.

Mini

Rafmagnsútgáfa af Mini

Fyrsta rafmagnsútgáfa Mini sem kemur í framleiðslu er áberandi líku 3ja hurða Mini Cooper sem hann byggir á, en það eru verðið og tölur um frammistöðu sem hafa komið vakið athygli.  Verð byrjar frá aðeins 24.000 pundum á Englandi (3,5 milljónir króna) eftir að ríkisstyrkur hefur settur inn í verðið. Varðandi akstursdrægni hefur komið fram að bíllinn geti ekki samsvarað nýjum Peugeot e-208 eða Opel/Vauxhall Corsa-e varðandi vegalengd, en nákvæm tala liggur ekki fyrir þegar þetta er skrifað. Hann mun verða frumsýndur í Frankfurt áður en framleiðsla hefst í nóvember.

Renault

Captur

Renault hefur gefið annarri kynslóð Captur sportjeppans stórkostlegar innréttingar í takt við hinn tækni-hlaðna nýja Clio-smábílinn. Eins og Clio, eru stílbreytingar að utan aðallega til fyrir augað, þó að Renault lýsi nýju gerðinni sem „vöðvastæltur og meira svipmikill“ þökk sé endurhönnun á framenda og verulegri aukningu í stærð. Einnig er búist við að í Frankfurt muni birtast frumgerð E-Tech afbrigðisins sem er sem er væntanlegt í sölu árið 2020.

Opel / Vauxhall

Corsa

Ný Corsa er fyrsti bíll Opel/Vauxhall sem þróaður hefur verið síðan vörumerkið komst í eigu PSA Group árið 2017. Þessi ný smábíll vegur allt að 108 kg minna en forveri hans, og eins og Peugeot 208 sem það deilir með grunni, og er hægt að nota með bensíni, dísel eða rafmagnsdrifrás.

Grandland X PHEV

Opel/Vauxhall mun einnig sýna fyrsta tengitvinnbílinn sinn - Grandland X Hybrid4 - í Frankfurt. Þessi sportjeppi er með 1,6 lítra bensínvél, 196 hestöfl sem er pöruð við tvo 108 hestafla rafmótora sem gefur samtals 296 hestöfl. 13,2 kWh rafhlaða gefur rafmagninu aðeins 50 km aksturssvið og hægt er að hlaða rafeymana að fullu á aðeins tveimur klukkustundum með 7,4kW hleðslutæki fyrir heimahús.

Volkswagen

Nýr ID hugmyndabíll

Samhliða framleiðslu ID 3 er búist við að Volkswagen muni sýna nýjan rafbíl í hugmyndaformi. Sölustjóri Volkswagen, Jurgen Stackmann, hefur sagt í viðtölum að bíllinn muni gefa „hugmynd um hvað kemur næst - og það er greinilega minni gerð bíls, því það er það sem Volkswagen gerir“, sem bendir til þess að þessi hugmyndabíll getir verið forskoðuná áður staðfestum „crossover“, sem gæti fengið heitið ID 2.