Fiskers sýnir andlit nýja rafjepplingsins

Aðeins nokkrum dögum eftir frumsýningu nýs Model Y rafjepplings frá Tesla hefur Henrik Fisker sent frá sér mynd af nýjum jeppling frá merkinu. Myndin sýnir framenda bílsins mjög vel með stórum loftinntökum og framúrstefnulegum ljósum. Komið hefur fram að bíllinn verður með tveimur rafmótorum, einum á hverjum öxli og verður því fjórhjóladrifinn.

Hann verður með 80 kWh rafhlöðu sem skilar allt að 500 km drægni. Ódýrustu útgáfurnar verða þó með minni drægni eða frá 350 km en þannig mun hann kosta undir 40.000 dollurum.

Bíllinn hefur ekki fengið nafn ennþá en prófanir á honum munu hefjast í lok þessa árs. Bíllinn fer líklega ekki í sölu fyrr en seinni hluta 2021 svo við þurfum að bíða talsvert eftir þessum.