Fingrafaraskannar í Hyundai bíla

Snemma á næsta ári verður hægt að fá Hyunda bíla í Kína útbúna fingrafaraskanna til að ræsa eða opna bílana. Fyrsti bíllinn frá Hyundai sem þetta verður fáanlegt í er Santa Fe en fljótlega verður þetta í boði í fleiri gerðum og á öðrum markaðssvæðum. Líkt og á iPhone þurfa notendur að skrá fingrafar sitt og skannar í handfangi og ræsihnappi fullvissa sig um að réttur notandi sé á ferðinni. Kerfið er mjög öruggt þar sem það skynjar einnig stöðurafmagn líkamans þannig að erfitt verður að falsa fingraför til að opna og ræsa bílana. Margar hindranir voru í hönnun fingrafarakerfis eins og virkni þess í frosti á handföng bílanna en Hyundai virðist hafa náð tökum á því fyrst kerfið er á leiðinni á markað. Ekki er vitað hvort eða hvenær slíkir fingrafaraskannar verða í boði hérlendis.