Fimm nýir bílar á leiðinni frá Volkswagen á árinu 2019

Þeir hjá Volkswagen eru tilbúnir að kynna nokkra nýja bíla í Evrópu á næsta ári, þar á meðal nýja Golf og litla jeppann T-Cross. Aðalframkvæmdastjóri Volkswagen Ralf Brandstaetter var í viðtali Automotive News í Evrópu á dögunum og lýsti forgangsröðun sinni fyrir vörumerkið.

Nýi T-Cross er einn af fimm nýjum eða endurnýjuðum módelum sem VW vörumerkið mun frumsýna á árinu 2019.

En við hverju má búast á árinu 2019?

„Við erum að hleypa af stokkunum nýjum vörum í Evrópu. Árið byrjar með litla jeppanum T-Cross. Honum verður fylgt eftir með alveg nýrri endurgerð á Passat, sem mun vera með mikið af nýjum stafrænum eiginleikum. Við munum síðan ljúka árinu með næstu kynslóð Golf, sem mun setja nýjan staðal í bílaframleiðslu. Golf er í eigin flokki og ég er viss um að nýja kynslóðin muni sannfæra viðskiptavini okkar um það enn og aftur. Undir lok árs hefst framleiðsla á rafbílnum I.D. Neo og síðast en ekki síst munum við bæta við bíl sem á eftir að vekja eftirtekt – blæjugerð af smájeppanum T-Roc“ segir Brandstaetter.

„Við viljum ná samlegðaráhrifum ekki aðeins innan vörumerkisins heldur yfir vörumerki samsteypunnar. Gott dæmi um hvað framtíðin mun bera í skauti eru Skoda Karoq og Seat Ateca. Báðir eru smíðaðir í sömu verksmiðjunni í Austur-Evrópu, í Mlada Boleslav í Tékklandi með sömu birgðakeðju, þannig að við getum búið til veruleg samlegðaráhrif, en fyrir viðskiptavininn eru þetta algjörlega mismunandi gerðir. Þetta er einnig til staðr í Wolfsburg með Seat Tarraco og VW Tiguan á sömu framleiðslulínunni.

Myndir: www.autoblog.com