Fiat Chrysler afturkallar tilboð til Renault um samruna, kennir ástandi í Frakklandi um niðurstöðuna

Fiat Chrysler hefur dregið til baka tilboð um kaup á Renault í Frakklandi, viðskipti upp á um 35 milljarða dollara, sem hefið verið tímamótasamningur sem miðaði að því að skapa þriðja stærsta bílaframliðanda í heimi.

Stjórnendur Renault náðu ekki niðurstöðu um samrunatilboð FCA frá 27. maí á stjórnarfundi sem haldinn var seint á miðvikudag. Stjórnin „gat ekki tekið ákvörðun vegna beiðni frá fulltrúum franska ríkisins til að fresta atkvæðagreiðslunni á síðari fundi“, sagði Renault í yfirlýsingu.

Renault sagði að það myndi halda áfram að endurskoða tillöguna "með áhuga."

Í eigin yfirlýsingu, beindi Fiat Chrysler spjótum sínum beint að frönsku ríkisstjórninni, sem er eigandi 15 prósent hlut í Renault, fyrir að kasta á glæ þessum samningi. „Það hefur orðið ljóst að pólitísk skilyrði í Frakklandi eru ekki til staðar í slíkum samskiptum til að ná árangri“, sagði Fiat og bættu því við að hjá FCA séu menn enn sannfærðir um að áætlunin væri sannfærandi og í vandlegu jafnvægi.

Þegar stjórnarmenn Renault hittust í París á miðvikudagskvöld virtist það að stjórnarformaður Renault, Jean-Dominique Senard, og stjórnarformaður Fiat Chrysler, John Elkann, og fulltrúar frönsku ríkisstjórnarinnar, undir forystu fjármálaráðherrans Bruno Le Maire, hefðu náð að jafna út mest af ágreiningi.

Frönsk stjórnvöld höfðu ýtt undir meiri stjórn á sameinuðum fyrirtækjum, en yfirráðandi hluthafi Fiat Chrysler, fulltrúi afkomenda Gianni Agnelli, hafði reynt að verja verðmæti sem úthlutað var til fyrirtækis síns og hugsanlega kostnaðarsparnað .

Nissan hafði gefið til kynna að fulltrúar hans myndi sitja hjá. En á fundinum leitaði franska ríkisstjórnin til að sannfæra Nissan um að samþykkja samninginn. Tekið var hlé á fundum þrisvar sinnum fyrir samráð, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan er að ekki verði haldið áfram að sinni.

(byggt á Automotive News Europe og Bloomberg)