Fá allir evrópskir bílar svarta kassa?

Samkvæmt tillögum nefndar hjá Evrópusambandinu eiga allir nýir bílar frá 2021 að hafa nokkurs konar "svarta kassa" sem skráir hraða bílsins og aksturslag, ásamt ástandi bílsins. Ef þessi lagatillaga nær fram að ganga munu allir bílar einnig þurfa að hafa búnað sem les hraðamerkingar og ef hraðastillir er virkur, mun bíllinn fylgja hraðatakmörkunum sjálfkrafa. Ekki mun verða hægt að slökkva á þessum búnaði í bílunum. Alls er um ellefu ný öryggistæki að ræða í þessari reglugerð. Meðal þeirra er sjálfvirk neyðarhemlun og búnaður sem heldur bílnum innan akreinar. Þess háttar búnaður er reyndar í mörgum bílum í dag en það sem mun breytast er að aðeins verður hægt að slökkva á þeim búnaði með því að stoppa bílinn og setja hann í handbremsu. Annar búnaður sem verður löggildur nái lagasetningin fram að ganga, er þreytuvarnarbúnaður, bakkskynjarar, blikkandi bremsuljós við meira átak og tengibúnað fyrir alkóhólmæla þótt ísetning þeirra verði ekki gerð að lögum að þessu sinni. Áætlað er að þessi löggilding búnaðar geti bjargað 25.000 mannslífum næstu sextán árin.