Er Kayne West með öllu smekklaus?

Þeir hjá Carbuzz.com voru ekki hrifnir af þessum Lamborghini urus sem Kayne West lét sérsmíða fyrir sig, og satt best að segja getum við hjá billinn.is ekki verið meira sammála. Aumingja maðurinn lét breyta bílnum samkvæmt sinni forskrift og eins og sjá má af þessum myndum er útkoman vægast sagt hræðileg.

Bíllinn er filmaður með möttum vínil í kremlit og var það gert af fyrirtæki sem sérhæfir sig í þannig löguðu og kallast einfaldlega Just a Wrap.

Búið er að lækka fjöðrunina og setja sérsmíðaðar felgur hannaðar eftir forskrift Kayne West undir bílinn. Til að bæta bláu ofan á svart, bókstaflega, er innréttingin úr bláu og svörtu leðri með silfurlit í mælaborðinu. Svona breytingar kosta sitt og bætast ofan á grunnverð bílsins uppá 40.000.000 kr. Myndir þú borga meira en 50 millur fyrir þennan bíl?