Er de Tomaso að koma aftur?

Allir sannir bílaáhugamenn þekkja hið fornfræga ítalska sportmerki de Tomaso sem stofnað var árið 1959 og átti sína frægðardaga uppúr 1970. Merkið gæti verið á leiðinni á markað aftur því að búið er að skrá merkið aftur hjá skráningarstofu Bandaríkjanna. Er búið að endurhanna merkið örlítið og gera nýtískulegra sem bendir til þess að til standi að reisa merkið frá dauðum. Síðasti framleiðslubíll de To-maso var Guará sem framleiddur var árið 1993 en flestir kannast við Pantera sem kom fyrst fram árið 1971 en hann var framleiddur í 7200 eintökum í þau 20 ár sem hann var framleiddur. Hann notaðist við Ford 351 Cleveland V8 vélarnar sem einnig voru í Mustang en þær skiluðu 330 hestöflum. Hvað sé í pípunum hjá de Tomaso merkinu núna skal ósagt látið en við fylgjumst spennt með.