Er BMW að þróa tvinnmótorhjól?

Samkvæmt mótorhjólavefnum RideApart er ekki ólíklegt að BMW sé að þróa tvinnhjól, en það mun vera Boxerhjól með tveimur rafmótorum. Það sem ýtir stoðum undir þetta er að þann 14. febrúar síðastliðinn sótti BMW um einkaleyfi á "sprengihreyfli með tengingu við aflúrtak sem er með tengingu við tvo rafmótora."

Þetta eru svo sem ekki fyrstu fréttir af BMW tvinnmótorhjóli en þann 1. apríl árið 2017 kom fréttatilkynning frá bæverska framleiðandanum um að tvinnhjól væri væntanlegt frá þeim. Þegar spenntir lesendur höfðu lesið sig gegnum fréttina var tengill á Instagram síðu höfunarins þar sem hann sagði að um aprílgabb væri að ræða.

Það sem færri vissu þá er að BMW sótti áður um einkaleyfi á "mótorhjóli með rafdrifnu framdekki" en þar sem að fréttin um aprílgabbið vakti athygli lögðu fáir trúnað á sönnu fréttina. Reyndar hefur þýski aukahlutaframleiðandinn Wunderlich fiktað við þess háttar aukabúnað fyrir BMW mótorhjól en það mun enn vera á þróunarstigi. Víst er að BMW er enginn aukvisi þegar kemur af tækni og rafdrifnum tvinnbílum, svo því ekki mótorhjól líka?

BMW hjólið sem er í prófun með rafdrifnu framhjóli.

Teikningarnar sem að BMW lét fylgja með einkaleyfaumsókninni.