Er BMW að þróa nýjan ofurbíl?

Samkvæmt orðrómi frá bæverska bílaframleiðandanum BMW er mikill áhugi þar á bæ að koma á markað ofurbíl sem keppa mun við merki eins og Ferrari og McLaren. Mun þeim bíl ætlað að verða óbeint framhald i8 sportbílsins, og eins og sú tenging bendir til vera tvinnbíll eins og hann. Mun þessi bíll líklega koma á markað árið 2023 þegar Ferrari og Lamborghini hafa komið með rafdrifnar útgáfur sportbíla sinna á markað. Að sögn stjórnarmanns hjá BMW, Klaus Frohlich að nafni, býður tvinnbílatæknin upp á spennandi hluti með því að blanda saman rafmótorum, öflugum brunahreyflum og léttum koltrefjagrindum. "Ef þetta er gert rétt er hægt að ná fram alvöru pakka" sagði Klaus í samtali við Autocar. Búast má við að ofurbíllinn muni hafa að lágmarki 700 hestöfl að spila úr.

Tölvugerð mynd af bílnum frá Mahyar Mehdikhani hjá Behance