Endurlífgaður Mini í Genf

Breska bílafyrirtækið David Brown Automotive smíðaði fyrir nokkru Speedback GT, coupé sem er innblásin af Aston Martin DB5 og er smíðaður á grunni Jaguar XK, bíll sem vakti mikla athygli.

En núna á bílasýningunni í Genf gerður þeir enn betur og sýndu endurlífgaða gerð af Mini. Kallaður „Mini Remastered“.

Þessi gerð Mini er með tæknibúnað frá hinum upprunalega Mini gjafa, en að öðru leyti búinn nýjustu tækni í bílaiðnaðinum. Það tekur um 1400 vinnustundir að smíða þennan „endurlífgaða“ MIni og reiknað er með því að smíða á 50 og 100 Mini Remastered á ári og þeir verða seldir á verði sem er allt frá 75.000 til 99.000 pund (11,6 til 15,4 milljónir króna).