2020-árgerðin af Ford F-Series Super Duty kemur á markað í haust:

Eins mikið „Súper“ og „Súper getur verið“!

Það eru alltaf miklar fréttir a bílamarkaðinum í Bandaríkjunum þegar breytingar eiga sér stað á þeim hluta markaðarins sem lýtur að pallbílum. Bandaríkin eru land pallbílanna, og það segir sína sögu að þegar sala nýrra bíla í heiminum er gerð upp fyrir árið 2018 þá er það Toyota Corolla sem er í efsta sæti með 1.181.445 selda bíla en í öðru sæti er F-lína pallbíla frá Ford sem seldist alls í 1.080.757 eintökum, slíkir eru yfirburða þessa vinsæla pallsbíls á heimsvísu en í Bandaríkjunum hefur F-sería Ford verið söluhæsti pallbíllinn í 36 ár í röð, en sá fyrsti Ford F1 var frumsýndur þann 16. Janúar árið 1948.

Eftir þriggja ára þróunarferli mun F-250 árgerð 2020 birtast í nýrri og endurbættri mynd með haustinu. „Eins mikið súper eins og súper getur verið“, segja þeir hjá Ford.

Þriggja ára þróunarferli

Núna í haust verður lokið þriggja ára umskipti yfir í fullkomlega nýjan Ford Super Duty. Umbreytingin hófst með skipti úr stáli yfir í ál á flestum hlutum yfirbyggingar í 2017-árgerðinni. Sá pallbíll var í raun fyrsti alveg nýi Super Duty síðan 1998, þannig að við getum fyrirgefið fyrirtækinu til að þróa og kynna nýja yfirbyggingu og undirvagn með framlengingu á drifrás. Ford hefur eytt síðustu árum að endurnýja mest af því sem fer undir vélarhlífina og (gírkassa með).

60-70 prósent kaupenda Super Duty vilja dísil og í anda margra frétta frá samkeppnisaðilum á þessum markaði, kemur það ekki á óvart að 6,7 lítra túrbódísil V-8 „Power Stroke“ hefur fengið ítarlega endurnýjun en enn stendur samt eftir grunngerðin sem birtist fyrst árið 2011. Ford mun eflaust eyða flestum mánuðum frá því núna og fram á haustið 2019 þegar bíllinn kemur í sölu að klára og stilla mótorinn (og pallbíllinn) til að tryggja að orka, tog, burðargeta og dráttargeta muni trompa allra keppinauta. Að því að best er vitað núna má gera ráð fyrir að tölurnar batni frá 450 hestöflum í dag, 129,26 kg-m snúningsvægi, burðargetan er 3.465 kg í dag og dráttargetan er 15.875 kg. Núverandi markmið Ford er að keppa við er Dodge Ram 3500, sem kom á markað í janúar og Ford hækkaði því markið í 138,25 kg-m snúningsvægi, 3.843 kg burðargetu og 15.921 kg dráttargetu. GM hefur enn ekki gefið upp tölurnar fyrir nýjasta HD, en búast má við að Ford reyni að ná þeim öllum.

Hér er 2020-árgerðin af Ford F-450 með tvöföldu húsi og tvöföldum dekkjum að aftan.

Nýjar aflvélar

Varðandi vélbúnaðinn þá eru fleiri áhugaverðar fréttir hvað varðar bensínvélar. 90-gráðu Triton 6,8-lítra SOHC V-10 aflvélin mun fara að syngja sitt síðasta og eftir 22 ár, er þessi Triton-hönnun véla Ford að ná endalokum, og Super Duty-liðið viðurkenndi kosti þeirra vélargerða sem GM og FCA hafa notað. Og nú hefur verið staðfest að vinnuheitið „Godzilla“ er til staðar fyrir nýja 7,3 lítra V-8 vél, því það sást ástimplað á ventlalok á bíl í prófun. Í dag er ennþá ekki vitað um afl, tog, burðargetu og dráttargetu. Þriðja vélin í boði, að minnsta kosti í upphafi í grunngerðum verður 6,2 lítra Boss SOHC 16 ventla V-8, sem mun líklega halda áfram að framleiða 385 hestöfl og 59,44 kg-m snúningsvægi. Síðan er 6,7 lítra túrbódísil V8.

Nýr 10 hraða gírkassi

Allar þrjár vélar verða paraðar með nýjum 10 hraða TorqShift gírkassa sem er öflug útgáfa af hönnun á gírkassanum sem nú er að finna í Mustang og F-150. Það verður áhugavert að bera saman þennan kassa við Allison 10-hraða gírkassann sem GM er að setja í HD-pallbílinn sinn., þar sem það er talið að notaður verði einnig plánetugírr og hönnun á kúplingu sem var þróuð samhliða af GM og Ford. Ford hefur þegar lagt 7 milljónir kílómetra af álagi og endingarprófanir í þennan nýja gírkassa.

Fullt af nýrri tækni

Auðvitað er Ford að nota þetta tækifæri til að uppfæra Super Duty í nýjustu og bestu tengsl og háþróaðri tækni varðandi aðstoð á borð við aðstoð ökumanns. Staðal „FordPass Connect“-tækni með 4G LTE mótaldi veitir Wi-Fi tengingu fyrir allt að 10 tæki í allar gerðir og Ford býður flotastjórnendum svigrúm með fjarskiptatækni og gagnaþjónustu til að fylgjast með ökumannshegðun og hámarka kostnað og notkun flotans. Það er þráðlaus hleðsla á síma í boði auk USB-gerð A og C-tengi til að halda allri tækni í sambandi á meðan á vinnunni stendur.

Ný hönnun á mælaborði og innarými með stórum upplýsingaskjá – hér í Ford F-450.

Sjálfvirk neyðarhemlun staðalbúnaður

Til að draga úr stöðvun vegna slysa fá allar gerðir frá XLT og upp úr sjálfvirka neyðarhemlun sem staðalbúnað með uppgötvun gangandi vegfarenda, akreinastýringu og upplýsingar um umferð í blindhorni sem nær einnig yfir eftirvagn. Þessir hlutir eru aukabúnaður í XL-gerðinni,  Aðrir gagnlegar valkostir fyrir ökumannshjálp er aðlagaður skriðstillir og aðstoð við að bakka eftirvagni („Pro Trailer Backup Assist“) Hið síðarnefnda gerir ökumann kleift að stýra vegni sem verið er að bakka með takka og nýtt fyrir 2020-árgerðina þessi búnaður vinnur með fleiri gerðum eftirvagna.

Breytt útlit

Hvað varðar hönnun-vitur eru ný grill, með sérstakri stækkuðu opi á öllum gerðum með tvöföldum hjólum að aftan til að bæta enn frekar kælingu. LED framljós bæta lýsingu og ný dagljós eru einnig til staðar. Það eru þrjár nýjar gerðir afturljósa og sjö nýjar gerðir á felgum. Sumir hlutar innréttingar og efni hafa verið uppfærð, og „Limited“-gerðir eru nú í boði enn betur búnar til að loka bilinu sem opnað var á þegar Dodge kom með nýju Ram-innréttingarnar. Mest áberandi í innréttingunni mun þó verða 8,0 tommu skjár fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið.