Chevrolet viðurkennir tilvist Corvette C8

Chevrolet hefur tilkynnt að áttunda kynslóð Corvette sportbílsins verði kynntur á sérstökum viðburði þann 18. júlí næstkomandi. Þetta er í fyrsta sinn sem að merkið viðurkennir tilvist bílsins sem hefur verið eitt verst geymda leyndarmálið í bílaheiminum vestanhafs. Í fyrsta skipti í 66 ára sögu bílsins verður vélin nú afturí og er honum ætlað að keppa við bíla eins og Porsche 911 og Audi R8. Haft hefur verið eftir forsvarsmönnum Chevrolet að þótt bíllinn verði dýrari en núverandi kynslóð mun hann verða talsvert ódýrari en samkeppnin. Chevrolet sýndi þetta myndband með tilkynningunni sem sýnir bílinn við prófanir á Nurburgring og hljóðið frá V8 vélinni leynir sér ekki.