Vörumerkið Chevrorlet er ekki áberandi hér á landi þessa dagana, en þetta vörumerki á sér langa sögu og því sjálfasagt að fylgjast með því sem menn eru að gera á þeim bænum, og núna í þessu tilfelli – í Kína.

Í aðdraganda Auto Guangzhou 2018 bauð Chevrolet til hófs fyrir fjölmiðla, sölumenn og viðskiptavini vegna alþjóðlegrar frumsýningar á FNR-CarryAll tilraunajeppa og Monza RS fólsbíl og afhjúpaði nýjan Malibu XL, þar á meðal í Redline gerð.

„Á næst stærsta markaði Chevrolet munum við halda áfram að styrkja ásýnd vörumerkisins með því að kynna vörur sem fela í sér unglegt yfirbragð okkar, einkenni og nýsköpun“, sagði Scott Lawson, framkvæmdastjóri Chevrolet fyrir SAIC-GM. „Chevrolet er fært um að tileinka sér af alþjóðlegum auðlindum GM og langri iðnaðarreynsla til að kynna bestu vörurnar fyrir kínverska viðskiptavini okkar."

Sem tiltölulega ungt vörumerki í Kína er Chevrolet að ná til fleiri notenda á hverjum degi. Yfir sex milljónir Chevrolet-bíla hafa verið afhentir í Kína frá því að fyrirtækinu SAIC-GM var hleypt af stokkunum árið 2005. Á fyrstu 10 mánuðum ársins 2018 afhent Chevrolet 422.549 ökutæki á landsvísu og náði 3,6 prósenta aukningu á ári.

FNR-CarryAll Concept SUV

Innblásin af hinum þekkta Camaro sportbíl, býður FNR-CarryAll humynd að jeppa upp á endurkomu kraftmikilli hönnun Chevrolet og nýrri kynslóð hvað varðar hönnun á jeppa sem inniheldur bæði nútímalega og svipmikla þætti.

Þetta er þriðji hugmyndabíllinn frá Chevrolet til að fá FNR tilnefningu. Nafn FNR-CarryAll er innblásið af fyrsta jeppa Chevrolet árið 1935, Suburban Carryall. Hugmyndabíll lýsir fullkomlega framtíðarþróun Chevrolet-jeppa, þar með talin öflug geta, alhliða þægindi og háþróuð tækni varðandi tengingar.

Chevrolet FNR-CarryAll

Þessi nýi hugmyndabíll er 5.000 mm á lengd, breiddin 2.225 mm og hæðin 1.693 mm, ásamt því að hjólhafið er 2,867 mm. Þessar stærðir styðja innra skipulag með sex sjálfstæðum sætum og mikla flutningsgetu.

FNR-CarryAll er með Perlu-svörtu ytra byrði, áberandi framenda og sveigðan D-bita. Hann er líka með „panoramaglerþaki“, 22 tommu álfelgum, rauða Brembo-hemlaklafa og kolefnisþak.

Svört innréttingin er með mælaborð með 12 tommu LCD-skjá ásamt 10 tommu snertiskjá í miðju og öðrum „snjallsnertiskjá“ í annari röð. Hann er einnig búinn hágæðainnréttingu, þar með talin tvílit svört sportsæti með rauðri rússkinnsáherslu, stillingar á hita- og loftræstiskerfi fyrir farþega í aftursæti og upplýst stigbretti á hurðum og farangursrými.

Monza RS

Fólsbíll í miðlungsstærarflokki, Chevrolet Monza RS, er með öflugri hönnun sem undirstrikar sportlegt útlit og endurspeglar unglegt yfirbrað sem er æskilegt að koma til móts við óskir yngri kaupenda bílsins.

Að framan notar Chevrolet klassíska hönnun á tvöföldu sexhyrndu gatamynstri í hönnun á gillinu, með nýja túlkun á stórum opum og áberandi RS merki.

Monza RS er útbúinn með þrívíðum LED ljósleiðaradagljósum í fyrsta skipti. Tvískipt afturljósin undirstrika útlitið enn frekar.

Chevrolet Monza RS

Malibu XL Redline

Vinsælasti Chevrolet bíllinn, Malibu hefur nú selst meira en 11 milljón eintökum um allan heim frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1964.

Malibu XL Redline, nýtt flaggskip Chevrolet, mun vera fjórða Redline-gerðin sem kynnt var í Kína, í kjölfar Equinox Redline, Cruze Redline og Orlando Redline sem kynntir voru fyrr á þessu ári. Í framtíðinni munu næstum allar Chevrolet-gerðir í Kína vera fáanlegar í Redline-gerð.

Hinir nýju Malibu XL og Malibu XL Redline eru með 2,0T túrbóvél með níuhraða Hydra-Matic® gírkassa. Nýjasta aflrásin frá GM skilar að hámarki 177 kW og hámarkssnúningsvægi sem nemur 350 Nm, með eldsneytiseyðslu aðeins 6,7 lítrar / 100 km.

Chevrolet Malibu XL Redline

Byggt á nýjustu tækniframförum GM og alþjóðlegu umhverfi miðlungsstærðarbíla, fylgir hinn nýi Malibu XL Redline nýrri kynslóð á Chevrolet með einstökum svörtum og töfrandi rauðum hönnunarþáttum Redline. Þetta gefur tóninn fyrir unglega og sportlega eiginleika.

Þessir nýj Malibu XL og Malibu XL Redline eru með nýja MyLink infotainment kerfinu frá Chevrolet og venjulegum 8 tommu HD snertiskjá. Þeir koma einnig með OnStar, með 24G ókeypis internetnotkun á ári, og styðja ókeypis uppfærsla á netinu, Baidu CarLife, Apple CarPlay og snjallsímatengingu.

Corvette C7.R Redline

Corvette C7.R Redline leggur áherslu á tækniflutning GM frá kappasktursbrautinni á götuna. Reynslan frá loftflæðitækni í kappasktri, minni þyngd, endingu, léttvægi og hitastýringu hefur verið flutt beint yfir á fólksbíl frá Chevrolet.

C7.R Redline er með 5,5 lítra hefðbundna V-8 vél sem býr til hámarksúttak á 492 hestöflum, sem tryggir afl í hraðakstri. Sex einfaldar hemladælur og háhita keramik hemlapúðar eru pöruð með sérsniðnum Michelin kappaksturshjólbörðum til að veita öfluga hemlunargetu.

Yfirbyggingin í kappakstursbílnum er úr sterku vatnsþéttu áli með léttum loftflæðipakka úr koltrefjaefnum til að auka árangurinn í akstrinum.

Chevrolet Corvette C7.R Redline

Corvette C7.R Redline er með klassískt útlit hönnunar Chevrolet. Silfurlituð yfirbygging með rauðum og svörtum hönnunarþáttum hefur sterka tilvísun til kappaksturs. Rauður stuðarinn, svört hjól með sléttum rauðum lógóum og glæsilegum rauðum línum sem leggja eftir lengd ökutækisins eru sportleg og töff. Svartur afturendinn með Redline merkinu toppar þetta allt, sýnir ástríðu kappakstursbrautarinnar og unglega og sportlega ímynd kappakstursins.