Bugatti Baby öðlast nýtt líf og verðmiðinn er 30.000 evrur

Framleiðsla á nýja „barninu“ verður takmörkuð við 500 einingar. Eins og upprunalegi bíllinn er nýi Bugatti Baby rafdrifinn. Hámarkshraðinn er 19 km/klst í barnastillingu og 45 km/klst í fullorðinsstillingu.

Bugatti er að endurlífga Bugatti Baby, aksturshæfa leikfangabílinn sinn, næstum 100 árum eftir að fyrsta gerðin var smíðuð.

Sýningarútgáfa af nýja bílnum var kynnt á bílasýningunni í Genf í dag og birtist við hliðina á upprunalegu útgáfunni af Bugatti Baby.

Upprunalegi bíllinn var smíðaður í hálfri stærð byggður á hinum fræga „Type 35“-kappakstursbílnum sem var smíðuð árið 1922 af stofnandanum Ettore Bugatti fyrir son sinn, Roland, fyrir fjórða afmælisdegi hans. Áhuginn var svo mikill fyrir bílnum á sínum tíma þannig að Bugatti smíðaði 500 bíla í viðbót.

Einnig 500 eintök núna

Framleiðsla á nýja Bugatti Baby verður einnig takmörkuð við 500. Upphafsverð verður 30.000 evrur, eða 4.127.400 íslenskar krónur á gengi dagsins þegar hann fer í sölu seinna á þessu ári. Bíllinn er 75 prósent af stærð upprunalega bílsins sem, sem gerir hann stærri en upprunalegi Bugatti Baby sem var í 50% stærð.

Eins og upprunalega er nýi Bugatti Baby rafmagnsbíll. . Hámarkshraðinn er 19 km/klst í barnastillingu og 45 km/klst í fullorðinsstillingu. Hraðatakki gefur aðgang að fullum 10 kílóvöttum af krafti og líkir eftir hraðastillingunni á Bugatti Chiron bílnum. Upprunalega gerðin var einnig með hámarkshraðann 19 km/klst.

Bugatti, sem er dótturfélag Volkswagen Group sagði að bíllinn væri búinn til með því að skanna upprunalega útgáfu af Type 35. Atriði sem samsvara upphaflega bílnum eru steyptar álfelgur, varahjólbarðinn er bundinn með leðuról og bíllinn er með blaðafjöðrun. Uppfærsla felur í sér tregðutengt mismunadrif fyrir betra grip og aksturseiginleika.

Hinn nýi Bugatti Baby verður seldur í gegnum núverandi net söluaðila Bugatti og með eign vefsíðu, www.bugattibaby.com.

500 eintök framleidd á árunum 1927 til 1937

500 eintök af upprunalega Bugatti Baby voru framleidd á milli 1927 og 1937 og hafa orðið mjög verðmætir safngripir, sem hafa selst á allt að 100.000 dollara. Leikfangabílarnar voru ótrúlega nákvæmir á sínum tíma, þar með talið loftfylltir hjólbarðar, með háþróaða fjöðrun og hemlun á öllum fjórum hjólum.