VW segir að næsta kynslóð bíla með hefðbundnum brunavélum sé sú síðasta frá þeim

Að sogn Automotive News Europe býst Volkswagen Group við að hefðbundnar bílvélar með brunahreyflum, bensín og dísil muni hverfa eftir að þeirs endi frá sér næstu kynslóð bensín- og díselbíla sem kom muni á markað árið 2026.

Hefðbundnir bílaframleiðendur eru undir auknum þrýstingi frá eftirlitsstofnunum til að draga úr losun koltvísýrings til að berjast gegn loftslagsbreytingum og það hvetur Volkswagen til að stuðla að róttækum breytingum með rafknúnum ökutækjum.

„Samstarfsmenn okkar eru að vinna við síðustu gerðirnar á ökutækjum sem eru ekki CO2-hlutlaus“ sagði Michael Jost, stjórnandi stefnumörkunar hjá Volkswagen, nýlega á iðnaðarráðstefnu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Wolfsburg í Þýskalandi. „Við erum smám saman að hverfa frá brennsluvélum í algert lágmark“.

VW Group hefur byrjað að kynna sína fyrstu bylgju rafbíla, þar á meðal Porsche Taycan sem kemur á næsta ári. Reiknað er með að framleiðslan hjá þessu 12 bifreiða vörumerki muni samanstanda af um 15 milljón ökutækjum, þar sem fyrirtækið er búið að úthluta 50 milljöðrum dollara á næstu fimm árum til að nota í umbreytingu á ökutækjum yfir í rafknúna bíla.

Framleiðsla á nýjasta bílnum frá VW, I.D. Neo hlaðbaknum hefst eftir 12 mánuði í Þýskalandi og síðan eru aðrar gerðir af I.D. línunni settar saman á tveimur stöðum í Kína frá og með 2020. VW stefnir að því að hleypa af stokkunum að fullu eða að hluta til í rafmagnsútgáfu yfir alla línuna sína í meira en 300 fólksbílum, sendibílum, vörubílum og vélhjólum árið 2030.

Full skuldbinding

VW mun halda áfram að breyta tækni brennsluvéla eftir að nýir bílar eru kynntir á næsta áratug. Eftir 2050 verða enn nokkrar bensín- og dísilgerðir á svæðum þar sem ekki er nægjanleg uppbygging á hleðslustöðvum, samkvæmt því sem Jost segir.

Vandamál með dísilmengun í borgum er hægt að leysa með hreinni vélum en miklu stærri ógn til lengri tíma litið er losun CO2, sem stuðlar að hnattrænni hlýnun, sagði stjórnandi hjá VW.

Þýska framleiðandi er að „fullu skuldbundinn“ við markmiðin sem lýst er í yfirlýsingu loftslagsráðstefnunnar í París, sem kallar á að hraða útbreiðslu ökutækja sem lækka eða útrýma skaðlegri losun, sagði hann á iðnaðarráðstefnu sem skipulagður var af þýska dagblaðinu Handelsblatt.

Sú staðreynd að smám saman er farið frá brennsluvélum, er mikil breyting hjá Volkswagen, sem varð í „fókuspunkti“ umfangsmikillar mengunar frá bílum eftir að þeir viðurkenndu að svindla á losunarprófum, hneyksli sem náði yfir 11 milljón bíla um allan heim.

„Já, við höfum skýra ábyrgð hér“, sagði Jost. „Við gerðum mistök“.

Þrír meðlimir í væntanlegri fjölskyldu rafbíla frá VW - Buzz „minivan“, Crozz „crossover“ I.D.Neo hlaðbakur.