Tesla hættir við sjálfkeyrsluham í bílum sínum

Tesla ætlar að hætta að bjóða uppá sjáfkeyrsluham vegna misskilnings sem það veldur hjá kaupendum bílanna. Stillingin sem um ræðir er einnig kölluð Autopilot og er að sjálfsögðu ekki þannig að bíllinn geti keyrt sjálfur við hvaða aðstæður sem er, en sumir kaupendur bílanna virtust samt halda hið gangstæða. Hægt verður að fá hluta búnaðarins áfram sem aukabúnað til að byrja með en þá í tveimur stigum, sem kostar 3000 dollara og með 5000 dollara viðbót fæst enn meiri sjálfvirkni. Fullkominn sjálfkeyrsluhamur verður þó ekki boðinn fyrr en hann getur staðið undir nafni, en það gæti tekið nokkurn tíma.