BMW M1

Á Facebook poppar ýmislegt upp eins og allir vita. Þessi spurning kom upp hjá mér rétt áðan: „Sígilda flaggskipið BMW M1. Ertu sammála því að þetta sé sá flottasti í sögu BMW?“ Í kjölfarið fylgdu tugir kommenta hvar menn stungu upp á öðrum kandidötum að titlinum.

Ekki ætla ég að skera úr um hvað sé flottasti BMW í sögunni. Slíkt er engum gerlegt. En þessi FBfærsla rak mig til að rifja upp þennan M1. Hann er nefnilega all sérstakur í framleiðslusögu BMW. M1 kemur fram 1978 og var algerlega á skjön við allt, sem BMW hafði gert fram að því (og síðan). Miðjuvélar ofursportbíll. Það hafði BMW aldrei gert. Sagan segir að bíll þessi hafi komið til upp úr misheppnuðum samstarfstilraunum BMW og Lamborghini, þeir hafi unnið að þessu í sameiningu í einhvern tíma en einhver snurða hlaupið á þráðinn og BMW því að lokum klárað dæmið sjálfir og smíðað og selt bílinn. 399 stykki til almenningsnota auk 53 keppnisbíla. Enn eitt dæmið um bíl, framleiddan í fáum eintökum, sem náði þrátt fyrir það í sögubækurnar og minni okkar bíldellinga.

En, ef?  

Hvað um það. BMW M1. Ekkert sérstaklega sexý titill, en hvað var þetta fyrir bíl?

Tveggja sæta, miðjuvél, 3,5 lítra línusexa, 273 hestafla. 436 cm að lengd, 1300 kg (á pari við Porsche 911 þessa tíma. Ekki stöff fyrir ofurbíla í dag. Og ef þú Googlar M1 í dag færðu upp afturhjóladrifinn smábíl með yfirstærðarvél. Cool, en segir kanski mest um hve gleymdur hinn upprunaleg M1 er. Í mínu gamla brogaða minni var þetta cool. En það voru bara myndir og umfjallanir í tímaritum. Líklega, þegar allt kemur til alls í sögunni er M1 eitt af þessum dæmum bílasögunnar, sem vekur athyggli um stund, hverfur síðan og deyr, en skilur þó eftir spor.

Eins og áður sagði; M spyrt við BMW vekur spenning. M1 Startaði þessu.