BMW lekur myndum af blæjuáttu

BMW hefur lekið myndum af blæjuútgáfu 8-línunnar sama dag og bíllinn verður frumsýndur, en hann verður frumsýndur í kvöld nánar tiltekið. Myndirnar sýna að hann líkist mjög 8-línu Coupé, með sömu ílöngu díóðuljósin og stórt tvöfalt pústkerfið. Bíllinn er með tautopp enda sparar það þyngd sem er mikilvægt í blæjubílum, en þeir þurfa að vera með sterkari undirvagni og yfirbyggingu. Til að byrja með verður hann með 320 hestafla, þriggja lítra dísilvél en einnig er von á 4,4 lítra V8 vél sem skilar 530 hestöflum gegnum tvöfalda forþjöppu. Sá bíll verður aðeins 3,7 sekúndur í hundraðið.