Bílasýning hjá IB á Selfossi á laugardaginn:

Frumsýna 2019 árgerðina af RAM Rebel 1500 og Chrysler Pacifica Hybrid Limited.

Á morgun, laugardaginn 9. febrúar kl 11-17 mun IB á Selfossi frumsýna 2019 RAM REBEL 1500 og 2019 Chrysler Pacifica Hybrid Limited.

RAM Rebel er með 5,7 L HEMI, 390 hestöfl og með 8 gíra sjálfskiptingu og hæðarstillanlega loftpúðafjöðrun.

Einnig mun IB sýna Chrysler Pacifica, 7 manna lúxus bíl með öllu! Glerþak, leðursæti, bakkmyndavél, dvd spilari og Harman Kardon hljómflutningskerfi. Pacifica er 3,6 lítra 287 hestöfl og Hybrid.

Þá munu einnig vera á sýningunni „Modern Muscle cars“ frá GM, Ford og Dodge; Hellcat, Mustang og Camaro og fyrsti Muscle car sögunnar!

Þar að auki munu vera pallbílar frá Ford, GMC og RAM á staðnum.