Bifhjol.is opnar nýjan vef

Nýr vefur, bifhjol.is var opnaður í dag og er hann byggður á sama grunni og billinn.is og er í umsjá sömu aðila. Bifhjol.is fór fyrst í loftið árið 2013 sem fréttavefur fyrir áhugafólk um bifhjól. Er ætlunin að bæta um betur með nýja vefnum og vera með fræðslugreinar um bifhjól sem og reynsluakstur þegar tækifæri gefst. Við hvetjum áhugafólk um bifhjól  og bíla til að líka við vefina okkar á Fésbókinni, því til að við getum haldið áfram að koma með gott efni til lesenda þurfum við ykkar hjálp að dreifa efninu.

Hér er linkur á nýja vefinn bifhjol.is