Audi hefur kynnt nýjan R8 með myndum og helstu upplýsingum og þrátt fyrir orðróm um hið gagnstæða mun hann halda áfram að notast við 5,2 lítra vélina en ekki V6 vél með forþjöppu. V10 vélin fær nú meira afl en áður eða 562 hestöfl sem er aukning um þrjátíu hross. R8 í Performance Quattro útgáfu verður 612 hestöfl og nær hann 100 km hraða á 3,1 sekúndu. Hann fær einnig nýja fjöðrun og hugbúnað fyrir hana og skrikvörnina sem hjálpar til að stöðva bílinn 1,5 metrum fyrr úr 100 km hraða en áður. Fyrstu bílarnir fara í sölu í Evrópu næsta vor.