Aiways rafbílar frumsýndir í Genf

Kínverski framleiðandinn Aiways ætlar sér stóra hluti í Evrópu en hann mun frumsýna tvo nýja rafbíla á bílasýningunni í Genf í mars. Annar bíllinn er rafjepplingur en hinn mjög sportlegur tvinnbíll sem er bæði knúinn rafmagni og metanóli. Sá bíll er þróaður í samvinnu við sportbílamerkið Gumbert Apollo. Rafjepplingurinn er kallaður U5 og verður mjög svipaður Mercedes EQC og Audi e-Tron en mun ódýrari. Talsmenn Aiways segja að hann hafi 460 km drægni og aflið 185 hestöfl og 315 Newtonmetrar. Rafhlöðupakkinn er af nýrri gerð sem verður hægt að uppfæra svo að bíllinn fái auka 100 km drægni þegar fram í sækir. Billinn hefur þegar fengið 5 stjörnur í árekstrarprófi í Kína og mun standast sambærilegr kröfur sem gerðar eru til bíla í Evrópu. Sportbíllinn kallast hins vegar mun hljómþýðra nafni en hann heitir Nathalie. Hann notast við metanól til að búa til rafmagn á svipaðan hátt og vetnisbíll en rafmótorarnir eru fjórir talsins. Hann verður með tvo tveggja hraða gírkassa. Hestöflin er 793 og mun hann komast 1200 km áður en hann þarf aðra áfyllingu af metanóli. Hröðunin er góð eða 2,5 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn 305 km á klst. Áætlað er að framleiða 500 slíka bíla en fyrstu verða afhentir seinna á þessu ári.

Nathalie sportbíllinn verður knúinn metanóli semknýr fjóra rafmótora.