Aðeins betri mynd að komast á hinn nýja Land Rover Defender

Land Rover Defender í „Tusk-útgáfu“

Þegar það styttist í opinbera frumsýningu á hinum nýja Land Rover Defender þá er útlitið smám saman að koma betur í ljós. Núna síðast með nýrri mynd af jeppanum, í mun minni „dularklæðum“ en áður.

Frumgerðir Defender hafa náð 1.2 milljón kílómetra akstri í prófunum. Til að halda upp á þessi tímamót hefur framleiðandinn sent frá sér mynd af Defender í miklu minni felulitum en samt klæddur í grafík frá Tusk, náttúrverndarsamtökum sem hafa verið i samvinnu við Land Rover í 15 ár. Frumgerðin mun taka þátt í Defender prófunaráætlun Land Rover og vera notuð í Borana verndunarsvæðinu í Keníu.

45.000 mismunandi prófanir

Hingað til hefur Defender staðist meira en 45.000 prófanir í ýmsu loftslagi og akstursaðstæðumi, þar á meðal ofurhita í eyðimörkum og miklum kulda á norðurslóðum. Þegar kemur að hækkun hefur Land Rover prófað hinn nýja Defender á stöðum 10.000 fetum yfir sjávarmáli.

Lágmarks felulitir á frumgerðinni gefur betri sýn á prófíl Defender. Besti hluti þessarar myndar er að frumgerðin er ekki lengur með tilbúna vélarhlíf, sem var greinilegaq ætluð til að varðveita leynd á endanlegri hönnun. Eins og búist er við, er raunveruleg velarhlíf- og útlit á framenda minnir miklu meira á Discovery. Annar hluti í feluleiknum var þakið, sem einnig hafði greinilega verið falið undir tilbúnu yfirborði. Raunverulega þakið er miklu minna kassalag og með meira loftflæði.

Eins og kom fram í frétt hér hjá okkur á dögunum mun Land Rover smíða Defender í nýjum verksmiðjum sínum í Nitra í Slóvakíu, ásamt Land Rover Discovery.