Á Audi TT sér framtíð sem rafmagnsbíll?

Samkvæmt frétt frá Autoexpress er líklegt að Audi TT sportbíllinn verði í framtíðinni einungis fáanlegur sem rafmagnsbíll. Audi TT hefur verið undir hamrinum ef svo má segja vegna strangari mengunarreglna og minnkandi sölu en samkvæmt fréttinni er stjórn Audi að íhuga það alvarlega að gefa honum framhaldslíf sem hreinum rafbíl.

Audi TT er byggður á undirvagni sem gerir honum kleuft að lifa í núverandi formi til 2021 þegar Euro7 reglugerðin kemur til framkvæmda.

Tæknimenn Audi þurfa þó að leggja á sig talsverða vinnu svo að TT bíllinn geti verið 100% rafdrifinn. Ef rafhlaðan er í gólfi bílsins mun hún hækka bílinn um 12-13 sm svo að hanna þarf alveg nýjan undirvagn undir slíkan bíl.