2019 Volvo XC40 og XC60 fá hæstu einkunn í árekstraprófun IIHS

Í nýlegum fréttum sem ekki koma á mörgum á óvart, fengu tveir bílar Volvo mjög háar einkunnir frá Rannsóknarstofnun öryggis á þjóðvegum (Insurance Institute for Highway Safety).

En það sem er athyglisvert er að aðeins annar þeirra fékk hæstu einkunnina –„Top Safety Pick +“: sá minni og nýrri af þessum tveimur - 2019 Volvo XC40. Sá miðlungsstóri 2019 Volvo XC60 fékk örlítið lægri einkunn eða „Top Safety Pick“ án „+“.
Bílar Volvo hafa fengið frábærar einkunnir í árektsraprófunum, hér er það 2019 árgerðin af Volvo XC40.

Það voru framljósin sem lækkuðu einkunina

Frávikið hér byggist að öllu leyti á framljósum, sem hefur átt við um fleiri nýja bíla. Framljós XC40 sem eru aukabúnaður fengu hæstu einkunnina, „Góð“ sem er nauðsynlegt fyrir „+“ en framljósin á XC60 sem eru aukabúnaður voru metin örlítið lægri og fengu einkunina „Ásættanleg“. Annars fengu báðir bílarnir einkunnina „Góð“ fyrir þá sem eru í innanrými og hæstu einkunn fyrir sjálfvirka neyðarhemlun. Þar að auki var einkunn til að koma í veg fyrir árekstur að framan náð með stöðluðum búnaði, en margir bílar náð því aðeins með eiginleikum sem eru aukabúnaður.

Volvo XC40

Lægri einkunn ef ljósin blinda þá sem á móti koma

Það er eitt að lokum sem bent hefur verið á varðandi ökuljósin í umfjöllunum um þessa prófun. Þótt ljósabúnaður XC40 sem er aukabúnaður hafi fengið hæstu einkunn, voru venjulegu framljósin, sem eru staðalbúnaður, með lægstu  einkunnina „Léleg“. Rannsókn IIHS bendir á að ástæðan sé of mikið glampi fyrir umferð sem kemur á móti. Staðalljósabúnaður XC60 náði aðeins betri niðurstöðu, eða „Á mörkum“.

Volvo XC60