Um Bíllinn.is

Njáll Gunnlaugsson – Ritstjóri – Bílaprófari

Billinn.is er í eigu Njáls Gunnlaugssonar en hann hefur skrifað um bíla, mótorhjól og annað mótorsport síðan á síðustu öld. Njáll ritstýrði meðal annars DV-bílum frá 2000-2003 og var ritstjóri tímaritsins Bílar & Sport frá 2004-2007. Njáll var einnig bílaskríbent Morgunblaðsins frá 2013-2016. Njáll Gunnlaugsson kom atburðinum Bíll ársins á Íslandi á fót árið 2001, þá á vegum DV en nokkrum árum seinna stofnaði hann ásamt nokkrum félögum sínum í þessum geira Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, sem sér um að velja Bíl ársins á Íslandi ár hvert.

Jóhannes Reykdal – Blaðamaður – Bílaprófari

Screen shot 2016-05-10 at 17.53.59

Jóhannes hefur verið lengi við hituna en hann hóf störf sem blaðamaður 1. ágúst 1971 á Dagblaðinu Vísi, eftir að hafa starfað á fréttastofu sjónvarpsins frá nóvember 1966. Jóhannes byrjaði að skrifa um bíla í Vísi í kjölfar bílasýningar Bílgreinasambandsins í húsum Heildar hf. við Klettagarða í maí 1973. Sá um vikuleg skrif í Vísi, Dagblaðinu frá 1975 og síðar DV 1982 til ársins 2000. Seinni árin voru bílaskrifin viðamikið vikulegt aukablað í samstarfi við Sigurð Hreiðar blaðamann. Undanfarið hefur Jóhannes verið sjálfstætt starfandi blaðamaður og þýðandi, ásamt því að hafa tekið þátt í störfum dómnefndar í vali á Bíl ársins á Íslandi.

Ingvar Örn Ingvarsson – Blaðamaður – Bílaprófari

Screen shot 2016-05-10 at 23.23.45

Ingvar Örn Ingvarsson er forfallinn ökutækjafíkill og stofnandi bílaklúbbsins Blýfótar. Ingvar hefur skrifað um bíla með hléum frá því 1997, fyrst fyrir Strik.is, síðar Blýfót, svo Morgunblaðið og nú aftur fyrir Bíllinn.is og Blýfót. Ingvar er líka meðlimur í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna og tekur þátt í störfum dómnefndar þar.

Porche.is