• Uncategorized

Renault/Nissan verða eitt

Héðan í frá verða uppgjör fyrirtækjanna tveggja kynnt í einum samstæðureikningi. Samanlögð sala Renault og dótturfyrirtækisins Nissan nemur rúmum 5 milljónum bíla sem skýtur þeim vel fyrir ofan Volkswagen og skammt á eftir GM, Toyota og Ford.

Tilgangurinn með þessu er að gera Renault meira aðlaðandi á fjármálamörkuðum, hækka lánshæfismat samsteypunnar og lækka kostnað við lánsfjármögnun. En betri einkunn frá matsfyrirtækjunum Standard & Poor og Moody’s hefur í för með sér minni lántökukostnað.

Eftir yfirtökuna á hinu nær gjaldþrota Nissan fyrirtæki árið 1999 hefur Renault náð frábærum árangri með japasnka bílaframleiðandann og snúið tapi í hagnað á undraverðum tíma. Nissan hefur undir handleiðslu Renault breyst í hagkvæmasta framleiðanda í heimi.

Porche.is

You may also like...