• Uncategorized

Nýr Ford Escape sportjeppi frumsýndur hjá Brimborg

Bílaumboðið Brimborg frumsýnir nú nýjan sportjeppa frá Ford. Ford Escape hefur verið á markaði í Bandaríkjunum síðan árið 2000 og notið mikilla vinsælda. Nú kemur þessi jeppi með nýrri, kraftmikilli en mun sparneytnari vél sem hentar sérstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Vélin er 2,3 lítra og skilar 153 hestöflum. Eldsneytiseyðsla er um 10,6 lítrar á hundraði í blönduðum akstri.

Aðrar mikilvægar breytingar eru þær, að fjórhjóladrifið er nú með því fullkomnasta sem fæst í þessum flokki bíla. Það er skynvætt og getur metið akstursaðstæður 200 sinnum á sekúndu. Kerfið bregst við og færir afl til þeirra hjóla sem hafa best grip. Þetta eykur öryggi, ekki síst í hálku og þar sem stakir hálkublettir eru á vegum. Veghæðin er mjög góð eða um 20,3 sentimetrar undir lægsta punkt

Öryggismál hafa verið tekin föstum tökum og eru öryggispúðarnir skynvæddir að því leiti að þeir blásast aðeins út ef kerfið telur þörf á því. Í því skyni eru skynjarar í sætum og meta þeir sætisstöðu, hvort einhver situr í sætinu og hvort beltin eru spennt. Verði árekstur, þá skynja þeir styrk hans. Hraðinn sem púðarnir blásast út á, ákvarðast af þessum upplýsingum. Sérstakt gaumljós í mælaborði gefur til kynna hvort manneskjan, t.d. barn, sem situr í farþegasæti sé of létt og því mun öryggispúði ekki blásast út.

Ford Escape sportjeppinn er mjög rúmgóður, skottið vel stórt og dráttargeta mjög mikil fyrir tjaldvagna til dæmis eða fellihýsi. Togkraftur vélarinnar er sérlega mikill og góður.

Porche.is

You may also like...