Fyrsta banaslysið á bíl í sjálfkeyrandi ham

Það var Volvo XC90 bíll eins og þessi sem ók á konuna á sunnudagsmorgun.

Eins og komið hefur fram fórst ung kona í Arizona á sunnudaginn eftir að sjáfkeyrandi bíll Uber ók á hana. Þetta er fyrsta banaslysið er varðar sjálfkeyarndi bíl en bíllinn sem var af Volvo XC90 gerð var í sjálfkeyrandi ham þegar óhappið átti sér stað þótt að ökumaður hafi einnig setið við stýrið. Konan birtist skyndilega út úr skugga við veginn og beint í veg fyrir bílinn, en það sást mjög vel úr öryggismyndavélum bílsins. Að sögn lögreglustjórans í Tempe, Sylvia Moir myndi bæði ökumönnum og sjálfkeyrandi bílum reyna erfitt að forðast árekstur við þessar aðstæður. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem að sjálfkeyrandi Volvo bíll frá Uber lendir í óhappi við gangandi vegfarenda og það hlýtur að setja spurningamerki við þá staðhæfingu Volvo að enginn muni látast í umferðinni á Volvo bíl eftir 2020.

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply