Mitsubishi Eclipse Cross frumsýndur um helgina

Hekla hefur aldrei boðið upp á jafn margar gerðir jeppa og jepplinga og teflir fram einum fjórtán slíkum laugardaginn 3. mars þegar blásið verður til stórsýningar milli klukkan 12 og 16.

Af þessum fjórtán fararskjótum má finna allt sem hugurinn girnist: pallbíla, smájeppa, sportjeppa, athafnajeppa, venjulega jeppa, og allt hitt. Sjálfskiptir eða beinskiptir, bensín, dísil, tengiltvinnbílar, drif á öllum eða framhjóladrif.

Frumsýndur verður sá nýjasti frá Mitsubishi, Eclipse Cross; skarpur og lifandi sportjeppi sem þorir að skera sig úr fjöldanum. Hann er rúmgóður með góða veghæð, hlaðinn búnaði og tæknilega fullkominn. Hittarinn Outlander PHEV sem var vinsælasti jepplingurinn 2017 verður að sjálfsögðu á staðnum ásamt ASX, Pajero og L200. Að auk prýða tvö erfðabreytt tryllitæki Mitsubishi salinn; 35“ breyttur Pajero jeppi og 33“ breyttur L200 pallbíll.

Volkswagen sýnir Tiguan, T-Roc, Amarok og Tiguan Allspace og hjá Skoda leika Kodiaq og Karoq á als oddi en Karoq var frumsýndur síðustu helgi og er alveg brakandi nýr og ferskur. Í Audi salnum á Q-línan sviðið með þeim Q2, Q5 og Q7!

Fjöldi tilboða verða á sýningunni og má þar nefna aukahlutapakka að andvirði 200.000 kr. sem fylgir með Volkswagen T-Roc, Skoda Karoq, Skoda Kodiaq og Mitsubishi Pajero. Mitsubishi Outlander PHEV fylgir þjónustuskoðun í tvö ár og Audi Q5 fæst á einstöku tilboðsverði. Enn fremur fylgir fimm ára ábyrgð öllum nýjum fólksbílum frá Heklu.

Veltibíllinn verður á staðnum og tekur gesti og gangandi í snúning. Einnig verður boðið uppá nýbakaðar kleinur og kakó og Kaffitár sér um að allir fái koffínþörfum sínum fullnægt!

Porche.is

You may also like...

Leave a Reply